SÞ fordæma árásirnar í Danmörku

 

Dansk flag

16.febrúar 2015. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur fordæmt harðlega skotárásirnar í Kaupmannahöfn um helgina.

Í yfirlýsingu frá talsmanni hans segir að hugur aðalframkvæmdastjórans sé með fórnarlömbum árásarinnar og fjölskyldum þeirra.

Sameinuðu þjóðirnar sýna á þessari stundu samstöðu sína með dönsku þjóðnni og dönskum stjórnvöldum. Aðalframkvæmdastjórinn ítrekar að árásir á óbreytta borgara eigi sér enga réttlætingu og ítrekar þörf á öflugum stuðningi við tjáningarfrelsi og umburðarlyndi. Hatur á gyðingum eða hvers kyns mismunun á grundvelli kynþáttar, uppruna eða trúarbragða á sér enga stoð í nútíma samfélagi.”