SÞ gagnrýnir launamun kynjanna á Íslandi

0
454

kvinnor

24. maí 2013. Vinnuhópur Sameinuðu þjóðanna um mismunun gegn konum í lögum og reynd hvetur hina nýju ríkisstjórn Íslands til að láta ekki deigan síga og viðhalda þeim góða árangri sem náðst hefur í að tryggja jafnrétti kynjanna og ná enn meiri árangri í jafnrétti. Við lok heimsóknar sinnar til Íslands hvöttu sérfræðingar vinnuhópsins yfirvöld „til að leggja fram útfærða áætlun um jafnrétti kynjanna.“

“Það er engin ástæða til að láta staðar numið við þann árangur sem náðst hefur í jafnréttismálum því þótt jafnrétti hafi verið tryggt í lögum hefur því alls ekki verið fylgt eftir í verki,“ sagði Kamala Chandrakirana sem stýrir hópnum. Í fréttatilkynningu vinnuhópsins er bent á að Ísland hafi verið efst á lista the World Economic Forum í jafnréttismálum á sama tíma og landið glímdi við alvarlegustu efnahagskreppu sögunnar.
Hópur mannréttindasérfræðinganna bendir á að þessi árangur endurspegli að íslenska ríkisstjórnin hafi undantekningalaust sett það í forgangsröð að jafnrétti sé hluti af stefnumörkun og að víðtæk samstaða sé um jafnrétti í íslensku samfélagi.

“Þrátt fyrir þetta stendur ísland frammi fyrir því því að tvö miklvæg mál eru óleyst. Annars vegar hvað varðar atvinnumál og hins vegar kynbundið ofeldi,“ sagði hún. „Á báðum sviðum vantar mikið upp á að löggjöf sé fylgt eftir og konur treysta kerfinu ekki nægilega tilþess að krefjast leiðréttinga á brotum á tréttindum.“
Þótt lög um sömu laun fyrir sömu vinnu hafi verið í gildi frá 1961 er launamunur þrálátur eins og Frances Raday, annar tveggja mannréttindasérfræðinganna sem komu til Íslands benti á. “Ekki er hægt að horfa framhjá því að launamunurinn tengist því hve mikill aðskilnaður er á milli kynjanna á vinnumarkaði á Íslandi,“ sagði Raday. „Konur eru fjölmennastar í opinbera geiranum og eru áberandi í hjúkrun og grunnskólakennslu þar sem laun er áberandi lá. Konur eru fámennar í stjórnunarstöðum, sérstaklega í einkageiranum.“

“Vinnuhópurinn hvetur ríkisstjórnina til að grípa til aðgerða til að jafna launamuninn og útrýma mismunun á vinnumarkaðnum.“ Vinnuhópurinn bendir á að það vanti sérstök og aðskilin ákvæði í refisilöggjöf um heimilisofbeldi. Sjá yfirlýsinguna í heild

Mynd: Johannes Jansson/Norden.org