SÞ gagnrýnir viðbrögð ESB

0
414
Migrants

Migrants

24. apríll 2015. Háttsettir embætismenn Sameinuðu þjóðanna hafa gagnrýnt viðbrögð ESB við mannskæðum sjóslysum á Miðjarðarhafi sem hafa kostað 1600 lífið á tæpri viku.

Í sameiginlegri yfirlýsingu,  minna embættismennirnir á að Evrópusambandið hafi verið stofnað utan um grundvallarsjónarmið mannúðar, samstöðu og mannréttinda.

„Við hvetjum aðildarríki Evrópusambandsins til að sýna siðferðilega og pólitíska forystu með því að grípa til heildstæðra og framsýnna aðgerða á grundvelli þessara gilda.”

„Hafa ber æðstu grundvallarsjónarmið á borð við öryggi, vernd og mannréttindi alls farand- og flóttafólks, að leiðarljósi og þau ætta að vera í forgrunni allra aðgerða Evrópusambandins,” segja embættismennirnir. Þeir eru António Guterres, forstjóri Flóttannahjálpar SÞ (UNHCR), Zeid Ra’ad Al Hussein, Mannréttindastjóri (UNHCHR), Peter Sutherland, sérstakur erindreki um fólksflutninga og þróun og William Lacy Swing, forstjóri Alþjóða fólkfsflutningstofnunarinnar (IOM).

„ESB leiðtogar verða að líta lengra en til núverandi aðstæðna og vinna í nánu samstarfi við bæði þau ríki sem farand- og flóttafólk á leið um og heimaríki þess í því skyni að lina þjáningar og bregðast á heildstæðari hátt við þeim mörgu orsökum sem eru þess valdandi að fólk leggur á sig svo hættulegar sjóferðir,” segir í yfirlýsingunni.

Óháðu mannréttindasérfræðingarnir um farandfólk annars vegar og mansal hins vegar, Francois Crépeau og Maria Grazia Giammarinaro, gagnrýndu lokaniðurstöðu leiðtogafundar ESB í gær fyrir að leggja ofuráherslu á landamæragæslu.

„Evrópuríki munu eiga í erfiðleikum með að uppræta smyglhringi, þar til viðskiptamódel þeirra hefur verið eyðilagt, en það varð til þegar girðingum og bönnum var beitt til að hindra hreyfingu fólks. Það þrífst á stefnumörkun Evrópusambandsríkjanna sem hindra fólksflutninga.”

Zeid Ra’ad Al Hussein, Mannréttindastjóri SÞ sá sig knúinn í dag til að biðja bresk stjórnvöld um að grípa til aðgerða til að kveða niður hatursáróður í götupressunni eftir að dálkahöfundur í The Sun sagði að farandfólk væri “kakkalakkar”. Þessi ummæli eru sams konar og notuð voru í Rúanda í aðdraganda þjóðarmorðs Hútúa á Tútsum árið 1994. Forkólfar viðkomandi fjölmiðla voru síðar dæmdir af alþjóðlegum dómstólum fyrir að hvetja til þjóðarmorðs.

Dálkahöfundurinn hvatti einnig til þess að fallbyssubátum yrði beitt til að stöðva för farandfólks með því að hóta ofbeldi. “Það væri líka góð hugmynd að bora gat í hvaðeina sem svo mikið sem minnir á bátskænu,” sagði í The Sun.