SÞ gefa út fyrstu leiðbeiningar um hitabylgjur

0
451
20 10 2011 drylandcommunity

20 10 2011 drylandcommunity
3.júlí 2015. Hitabylgja er nú í stórum hluta Evrópu og hundruð manna létust fyrr í þessum mánuði í Indlandi og Pakistan af völdum hita.

Það er því tímabært að Sameinuðu þjóðirnar hafa í fyrsta skipti gefið út almennar leiðbeiningar um hvernig forðast skuli heilsutjón af völdum af völdum hitabylgna sem verða sífellt algengari vegna loftslagsbreytinga,

Photo Flickr Vasilios Sfinaroikakis Creative CommonsAlþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) tóku höndum saman til að vekja athygli stjórnenda, heilsugæslu og almennings á nauðsyn þess að sjá fyrir viðvarandi hitabylgjur til að búa í haginn þannig að hægt sé að forðast heilsutjón.

„Hitabylgjur eru skaðvænlegt náttúrufyrirbæri sem krefst sífellt meiri athygli“, segja Maxx Dilley, hjá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni og Maria Neira, hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. „Vissulega eru þetta ekki sýnilegar hamfarir á borð við flóð eða fellibylji, en afleiðingarnar geta verið alvarlegar.“Flickr KayVee.INC Creative Commons

Að mati stofnananna tveggja eru hitabylgjur algengari og skæðari nú af völdum loftslagsbreytingar. Á síðustu vikum hafa hundruð manna látist af völdum hita í Indlandi og Pakistan. Þá létust tugir þúsunda manna af völdum hitabylgna í Evrópu sumarið 2003.

14 af 15 heitustu árum allra tíma hafa verið á 21.öld.