SÞ í Kaupmannahöfn fá verðlaun

0
752

 

UN city

6. september 2013. Nýja Sameinuðu þjóðabyggingin í Kaupmannahöfn hefur fengið dönsk verðlaun fyrir best heppnaða verkefni ársins. Þetta eru ein af fimm verðlaunum sem gefin eru á byggingardögum í í Danmörku (Ejendomsdagene/eiendomsdagene/fastighedsdagana) og eru veitt fyrir framúrskarandi árangur í fasteignageiranum.

Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna voru vígðar í júlí 2013 af Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra samtakanna og hennar hátign Margréti II. Danadrottningu. Byggingin hýsir átta stofnanir Sameinuðu þjóðanna með ellefu hundruð starfsmenn. Höfuðstöðvarnar sem ganga undir nafninu UN City eru að hluta knúnar sólarorku til hitunar og nota sjó til kælingar og rigningavatn í salerni.

Mynd: frá vígslu UN City. SÞ-mynd/Eskinder Debebe.