SÞ skipar erindreka fyrir hvítingja

0
578

An Albino student right attends school in Niambly near Duekoue Côte dIvoire

12.júní 2015. Hvítingjar fæðast í öllum samfélögum um allan heim.

13.júní er haldið í fyrsta skipti upp á alþjóðlegan dag helgaðan vitundarvakningu um hvítingja eða albínóa. Með því að vekja fólk til vitundar, er vonast til þess að hægt sé að draga úr einelti, fordómum og jafnvel ofbeldi sem hvítingjar þurfa að þola vegna hörundslitar síns.

Albinos. Photo IRINHelen BlakesleyBörnum sem fylla flokk hvítingja er oft synjað um aðgang að heilsugæslu, jafnvel þótt fylgifiskur albinisma séu slæm sjón og aukin hætta á húðkrabbameini. Slæm sjón og stríðni og harðræði veldur því að hvítingjar hætta oft í skúla og þurfa að þola félagslega höfnun, atvinnuleysi, einangrun og æfilanga fátækt.

Í sumum hlutum veraldar sæta hvítingjar oft og tíðum banvænu ofbeldi. Baráttufólk hefur greint frá því að hundruð hvítingja, þar á meðal mörg börn, hafi verið drepin, limlest eða sætt árásum í að minnsta kosti 25 Afríkuríkjum. Ástæðan er sú bábilja að líkamshlutar þeirra búi yfir töframætti.  Mörg dæmi eru vafalaust ókunn vegna þess hversu einangraðir margir hvítingjar eru, þeirri leynd sem hvílir yfir trúarathöfnum og skeytingarleysi fólks. Það sætir furðu að afar sjaldan hefur verið sótt til saka fyrir slíka glæpi eða þeir rannsakaðir. 

Á næstu vikum verður óháður sérfræðingur á vegum Sameinuðu þjóðanna skipaður til þess að gefa hvítingjum alþjóðlega rödd og stuðla að því að mannréttindi þeirra séu virt,“ segir Zeid Ra´ad Al-Husseini, Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna í tilefni af fyrsta Alþjóðlega degi hvítingja.  
„Á tuttugustu og fyrstu öld er ekkert pláss fyrir svo ranga og skaðlega trú eða hvers kyns mismunun.“

Í Tansaníu og Malaví er verið að undirbúa áætlanir til þess að uppræta ofbeldi og mismunun í garð hvítingja. Víða um heim vinna almannasamtök að því að berjast gegn fordómum, uppræta skaðlega hjátrú og tryggja að fórnarlömb hafi aðgang að dómskerfi og umönnun. 
„Hvítingjar eiga sama rétt til þess að lifa við reisn og allar aðrar mannlegar verur,“ segir Zeid. „Vitundarvakning er grundvöllur aðgerða og þessi fyrsti alþjóðlegi dagur er sólargeisli í lífi hvítingja um allan heim.“