SÞ: Skylt að hlíta áliti um Assange

0
506
un high commissioner human rights zeid raad al hussein briefs media un compound colombo sri lanka2c4e

un high commissioner human rights zeid raad al hussein briefs media un compound colombo sri lanka2c4e

10.febrúar 2016. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að Bretum og Svíum beri að fylgja áliti sérfræðingahóps samtakanna sem telur að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks hafi sætt geðþótta frelsissviptingu í Bretlandi. 

Bretland og Svíþjóð hafa vísað því á bug að leyfa eigi Assange að yfirgefa sendiráð Ekvadors í Lundúnum frjáls ferða sinna og borga honum miskabætur. Assange sætir rannsókn í Svíþjóð fyrir meint kynferðisbrot en hefur ekki sætt ákæru.

Assange leaving High Court in 2011. Photo Flickr Beacon 2.0 Generic CC BY NC 2.0Mannréttindastjórinn, Zeid Ra’ad Al Hussein, segir að vinnuhópurinn um geðþótta fangelsanir hafi vissulega ekki dómsvald, en hafi byggt lagalegt álit sitt á alþjóðalögum og Bretlandi og Svíþjóð beri að fara eftir því.

„Mannréttindalög og mannréttindasáttmálar eru bindandi lög, það ber ekki að fara eftir þeim þegar það hentar og virða þau að vettugi þegar það hentar ekki,“ Zeid, sagði á blaðamannafundi í Sri Lanka að lokinni fjögurra daga heimsókn.

Zeid sagðist ekki hafa komið því við að kynna sér röksemdafærslu Svía og Breta til hlítar, vegna anna í Sri Lanka heimsókninni, en hét því að tjá sig ítarlegar síðar.

Mynd: 1) Zeid, Mannréttindastjóri ræðir við blaðamenn í Colombo, Sri Lanka. (UN Photo) 2) Assange (Flickr).