SÞ: Virðið landamæri Úkraínu

0
528

Ukraine

3.mars 2014. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna krefst þess að “sjálfstæði, fullveldi og landamærahelgi Úkraínu sé að fullu virt.”

Ban hvetur Rússa til að forðast aðgerðir og yfirlýsingar sem geti orðið til þess að stigmagna deiluna enn. Hann hitti Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands að máli nú fyrir stundu og ræddi málefni Úkraínu.

Framkvæmdastjórinn lýsir þungum áhyggjum af því að ástandið hafi enn versnað. Jan Eliasson, varaframkvæmdastjóri hefur verið sendur til Kænugarðs til að meta á vattvangi til hvaða aðgerða Sameinuðu þjóðirnar geti gripið til þess að draga úr spennu. “Á þessu þýðingarmikla augnabliki er mikilvægt að minna á að meginhlutverk þessara samtaka er að leysa deilur á friðsaman hátt. Þetta er kjarni Sáttmála Sameinuðu þjóðanna sem ætti að vera leiðarljós okkar í þessari alvarlegu deilu,” sagði Jan Eliasson, varaframkvæmdastjóri í yfirlýsingu.

Sjá baksvið frá UNRIC: http://www.unric.org/en/unric-library/29078

Mynd: Frá Kænugarði.