Staðalímyndir fæla stúlkur frá vísindagreinum

0
768
Alþjóðlegur dagur kvenna og stúlkna í vísindum.
Alþjóðlegur dagur kvenna og stúlkna í vísindum. Mynd:

Aðeins 30% kvenna í heiminum kjósa vísinda og tæknigreinar þegar þær innritast í háskóla samkvæmt tölum UNESCO frá árunum 2014-2016.. Í dag 11.febrúar er Alþjóðlegur dagur kvenna og stúlkna í vísindum.

Alþjóðlegur dagur kvenna og stúlkna í vísindum
Mynd: National Cancer Institute- Unsplash

„Konur og stúlkur eiga heima í vísindum. Hins vegar hafa  staðalímyndir fælt stúlkur og konur frá vísindagreinum. Það er kominn tími til að viðurkenna að aukin fjölbreytni glæðir nýsköpun,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í myndbandsávarpi.

„Okkur ber að tryggja að stúlkur hafi fullan aðgang að þeirri menntun sem þær eiga skilið,“ segir Guterres. „Þær verða að sjá fyrir sér framtíð í verkfræði, forritun, tölvustýringu og heilbrigðisvísindum.“

Mikilvægt er að takast á við hindranir og ýta undir þátttöku kvenna í svokölluðum STEM greinum; vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði.

„Aukin þátttaka kvenna í STEM gæti stuðlað að því að brúa launabilið á milli kynjanna og auka tekjur kvenna um 299 milljarða Bandaríkjadala á næstu tíu árum,“ segir Guterres.

 Vísindakonur í víglínu baráttunnar gegn COVID-19

Þema Alþjóðlegs dags kvenna í vísindum að þessu sinni er helgað vísindakonum og COVID-19 rannsóknum.

Alþjóðlegur dagur kvenna og stúlkna í vísindum
Mynd: National Cancer Institute- Unsplash

COVID-1 faraldurinn hefur sýnt fram á þýðingarmikla aðkomu kvenvísindakvenna á ýmsum stigum rannsókna. En COVID-19 hefur einnig haft neikvæð áhrif á þær, sérstaklega þær sem eru við upphaf starfsferils síns.

„Margar vísindakonur glíma við þann vanda að rannsóknarstofum er lokað á sama tíma og umönnun leggst þungt á þeirra herðar með þeim afleiðingum að lítill tími er fyrir viðamiklar rannsóknir. Þessi vandi bætist við aðstæður sem voru erfiðar fyrir,“ segir Guterres.

Sjá „Að leysa úr læðingi hina innri vísindakonu“ hér. 

Takið þátt í umræðum á samfélagsmiðlum og notið myllumerkið #WomenInScience