A-Ö Efnisyfirlit

Staldraðu við áður en þú deilir

Sameinuðu þjóðirnar hvetja notendur samfélagsmiðla til að nema staðar og hugsa sig um áður en þeir áframsenda efni í tilefni af Alþjóðlegum degi samfélagssmiðla 30.júní.

Sameinuðu þjóðirnar hafa í tilefni af COVID-19 faraldrinum og fylgifiskum hans ákveðið að reyna að skapa nýjar “umferðarreglur” um hvernig deila beri efni á samfélagsmiðlum.

Samtökin vonast til þess að ná til milljarða manna á degi samfélagsmiðal með nýjum skilaboðum:  Staldraðu við áður en þú deilir “ ( “Pause. Take care before you share.”)

Staldraðu við-hreyfingin er hluti af Sannreynt (Verified) herferðinni sem Sameinuðu þjóðirnar ýttu úr vör ásamt Purpose. Markmið hennar er að búa til efni sem getur skorið sig úr í öllum hávaðanum til að koma á framfæri uppýsingum sem geta bjargað mannslífum, ráðgjöf sem byggir á vísindum og sögum um það besta í fari mannkyns.

Við erum á ögurstundu nú þegar heimsfaraldur geisar, kynþáttamisrétti er mótmælt og loftslagsváin gerir vart við sig sem aldrei fyrr.

Rangar upplýsingar, hatursáróður og falsfrétti kynda undir og afskræma þær áskoranir sem við er að glíma.

Þetta breiðist út eins og veira.

Ýtt er undir fordóma okkar og tilfinningar okkar misnotaðar með þeim afleiðingum að við deilum efni af eðlishvöt –án þess að sannreyna. Áður en endorfínið hefur sjatnað.

Rannsóknir sýna að besta leiðin til að minnka magn rangra upplýsinga í umferð er að fá fólk til að staldra við, þó ef ekki væri nema í nokkur andartök til þess að gaumgæfa innihaldið áður en því er deilt.

Von Sameinuðu þjóðanna er sú að sakpa heimshreyfingu til að hvetja fólk til að fylkja liði gegn rangfærslum um COVID-19 með því að staldra við andartak áður en eni er áframsent til ástvina, kunningja og samstarfsfólks.

Veriified. Sannreynt

Með því að deila efni frá Sannreynt (Verified) getur fólk lagt sín lóð á vogarskálarnar við að koma til skila áreiðanlegum upplýsingum um COVID-19 til vina, fjölskylda og tengslanets á samskiptamiðlum með það að markmiði að bjarga mannslífum og kveða rangfærslur í kútinn.

Þúsundir manna um allan heim hafa þegar gerst sjálfboðaliðar í Sannreynt herferðinni sem “upplýsinga-sjálfboðaliðar”.

Sláist í hópinn og gerist sjálfboðaliðar, skráið ykkur á póstlista og fáið sent sannreyndar upplýsingar sem þið getið deilt með vinum á samskiptamiðlum.

Nánari upplýsingar má finna hér:

https://www.shareverified.com/en

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fréttir

11 mynd-dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum

Á hverju ári birta Sameinuðu þjóðirnar topp tíu lista yfir dæmi um verk sem samtökin telja brýnust í starfinu en í ár - á 75.afmælisári samtakanna hefur einu verið bætt við: baráttuna gegn COVID-1 faraldrinum.

#BLM: VIð endurritum ekki söguna en getum framvegis orðið...

Mótmælin gegn kynþáttahatri og kynþáttahyggju og Norðurlöndin.

COVID-19 kreppan er heiminum þörf áminning

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ef allt fari á versta veg og...

Taktu þér pásu áður en þú deilir

Rangfærslur, hatursorðræða og gervifréttir haga sér eins og veira. Þessi fyrirbæri leita að veikum blettum á okkur. Hlutdrægni okkar. Fordómum okkar. Tilfinningum okkar. Og rétt eins og þegar veirur eiga í hlut er öflugasta leiðin til að stöðva villandi upplýsingar er að stöðva útbreiðslu þeirra. 30.júní mun herferð Sameinuðu þjóðanna “Staðreynt (Verified)” leitast viðað fylkja liði fólks um allan heim og biðja það um að taka afstöðu gegn rangfærslum með því að taka sér „pásu” – staldra við.

Álit framkvæmdastjóra