SÞ óska eftir milljarði handa Tyrkjum

0
292
Jarðskjálftar. Tyrkland. Sýrland
WFP starfsmaður afhendir matarpakka í Aleppo í Sýrlandi. Mynd: WFP

Jarðskjálftar. Tyrkland. Sýrland. Sameinuðu þjóðirnar kynntu í dag eins milljarðs Bandaríkjadala beiðni um fjárframlög til að standa straum af aðstoð við Tyrki, sem líða fyrir afleiðingar jarðskálftans mannskæða á dögunum.

Fénu verður varið næstu þrjá mánuði til að aðstoða 5.2 milljónir manna. Fjárframlögin munu gera hjálparsamtökum kleift að koma matvælum og drykkjarvatni til skila til bágstaddra. Sinna þarf vernd og menntun og koma heimilislausum í skjól.

„Nú er tími kominn til þess að styðja íbúa Tyrklands, rétt eins og þeir hafa áður sýnt samstöðu með öðrum, sem þurft hafa á aðstoð að halda,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjoðanna. „Ég hvet alþjóða samfélagið til að bregðast skjótt við og fjármagna að fullu þessi þýðingarmiklu viðbrögð við einum mestu náttúruhamförum okkar tíma.“

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) veitir nú 300 þúsund manns brýna matvælaaðstoð. Stefnt er að þvi að ná til 900 þúsund ef fjáröflun tekst. Fólkið er á jarðskjálftasvæðunum á landamærum Tyrklands og Sýrlands.

„Þúsundir hafa týnt lífi,“ David Beasley skrifaði forstjóri WFP á  Twitter, „en okkar fólk er á staðnum“.

Jarðskjálftar. Tyrkland. Sýrland.
Dreifing matarskammta WFP í Idlib í Sýrlandi. Mynd: WFP.

Í Tyrklandi, sem hýsir fleiri flóttamenn en nokkuð annað ríki, dreifir WFP matvælum til súpu-eldhúsa í átta héruðum í suðausturhluta landsins. Verið er að undirbúa 3.3 máltíðir til nærri 120 þúsund manns á vegum eldhúsa, sem rekin eru af heimamönnum á hverjum stað, á næstu tveimur vikum.

Haldið er áfram að koma aðstoð til sýrlenskra flóttamanan og tyrkneskra heimamanna, sem hafa lent á vergangi og hafast við í búðum. 72 þúsund hafa fengið matarpakak.

WFP hefur farið fram á 50 milljóna Bandaríkjadala fjárframlög til að veita aðstoð með matarpökkum og heitum máltíðum. Er það hluti af væntanlegu ákalli Sameinuðu þjóanna um fjármögnun hjálparstarfsins í Tyrklandi, sem er í undirbúningi.

Jarðskjálftar. Tyrkland. Sýrland.
Eyðilegging í Bagdad-stræti í Aleppo. Mynd: © UNHCR/Hameed Maarouf

Slíkt ákall fyrir Sýrland hefur þegar verið gefið út og hljóðar það upp á rétt tæpar 400 milljónir dala. Fénu á að verja til að koma til hjálpar tæplega fimm milljónum manna á meðal þeirra sem sárast eiga um að binda í kjölfar jarðskjálftanna.

Þúsundir barna munaðarlaus

 Í Sýrlandi bætast skjálftarnir ofan á bágt mannúðarástand. WFP og samstarfsmenn hafa komið 90 þúsund manns til hjálpar beint með heitum máltíðum og matarpökkum. 80 þúsund til viðbótar eiga von á matvælum frá WFP, sem heimamenn dreifa.

Mannúðarstarfsfólk Sameinuðu þjóðanna að ekki aðeins hafi þúsundir barna týnt lífi, heldur þurfi milljónir á brýnni aðstoð að halda.

„Jafnvel þótt tölur liggi ekki fyrir er ljóst að ekki muni aðeins tölur yfir látin börn hækka, heldur einnig fjöldi þeirra sem orðið hefur munaðarlaus,“ James Elder talsmaður Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF).

Kastljós mannúðarstarfsins benist nú frá björgunarstarfi til endurreisnar. Elder varar við því að búast megi við börn glími í sívaxandi mæli við ofkælingu og öndunarfærasýkingar. Hann hvatt til áframhaldandi samstöðu með fórnarlömbum.

 

„Allir, alls staðar þurfa meiri aðstoð, meira öruggt drykkjarvatn, meiri hlýju, betri skýli, meira eldsneyti, lyf, fjármagn,“ sagði hann. „Fjölskyldur með börn sofa á götum úti, í verslanamiðstöðum, moskum, skólum og eða undir brúm. Margir hafast við utan dyra af ótta við að snúa aftur heim og lenda aftur í jarðskjálftum.“

 

Áhyggjur af langtíma áhrifum

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin  (WHO) telur að skjálftarnir snerti 26 milljónir manna. 15 milljónir í Tyrklandi og nærri 11 milljónir í Sýrlandi.

WHO hefur sent hjúkrunargögn til rúmlega 400 þúsund manns í löndunum tveimur.

Hins vegar, telur að þótt brýnt sé að takast á við þann vanda sem skapast strax við jarðskálfta, þurfi að hafa í huga afleiðingarnar til lengri tíma. Hér má nefna hættu af útbreiðslu smitsjúkdóma, geðheilbrigðisvanda, afleiðingum útiveru í vetrarkulda, ónógri næringu, auk þess sem tryggja verði aðgang að grundvallar heilbrigðisþjónustu.

Einnig eru áhyggjur af skemmdum á vatnsveitum, ekki síst vegna þess að kólerufaraldur hefur verið á þessum slóðum.

WHO hefur óskað eftir 43 milljóna dala fjárveitingum vegna jarðskjálftanna.

(Greinin hefur verið uppfærð)