SÞ 75 ára: „Við þurfum að tala” segir forsætisráðherra

0
611
Norðurlandaráð
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og António Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna að máli 11.mars 2019. Mynd: UN Photo / Mark Garten

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggur áherslu á að þörf sé á samtali nú þegar Sameinuðu þjóðirnar standa á tímamótum og 75 ára afmælis þeirra er minnst.

Katrín svaraði könnun sem samtökin standa fyrir á meðal almennings í heiminum um hvert stefna ber í framtíðinni.

SÞ75 logo

Einn liður í könnuninni er að gefa aðalaframkvæmdastjóranum ráð í um 140 táknum – álíka og eitt tíst á twitter.

„Við þurfum að tala. Um frið, börn og menntun.  Um loft, fátækt og mannréttindi. Tala yfir landamæri, milli kynslóða, til framtíðarinnar. Og gera það sem er rétt,” sagði Katrin Jakobsdóttir forsætisráðherra í svari sínu.

Hundruð Íslendinga hafa þegar svarað könnuninni en það tekur eina mínútu að svara henni.

Svörin i könnuninni verða tekin saman í skýrslu sem António Guterres aðalframkvæmdastjóri mun afhenda veraldarleiðtogum á Allsherjarþinginu síðari hluta septembermánaðar.

Fjöldi fólks hefur orðið við beiðni okkar um að deila hvaða ráð þau myndu gefa aðalframkvæmdastjóranum og er óhætt að segja að þar kenni margra grasa; allt frá aukinni varðstöðu um lýðræði, frið og mannréttindi og niðurskurð á bákninu til upptöku nýs mælikvarða á þjóðarframleiðslu.

Undanfarið höfum við birt nokkur dæmi um svör Íslendinga og má sjá úrval þeirra hér:

SÞ 75 ára: Nýjan mælikvarða á hagvöxt og minna púður í báknið https://unric.org/is/sth-75-ara-nyjan-maelikvarda-a-hagvoxt-og-minna-pudur-i-baknid/

Svör við könnun SÞ: áhyggjur af loftslagsmálum, friði og manneskjunni sjálfri https://unric.org/is/svor-vid-konnun-sth-ahyggur-af-loftslagsmalum-fridi-og-manneskjunni-sjalfri/

Íslendingar hika ekki við að ráðleggja Guterres https://unric.org/is/islendingar-hika-ekki-vid-ad-radleggja-guterres/

Svara má könnuninni hér: https://un75.online/?lang=isl