SÞ lýsa yfir að aðgangur að hreinu umhverfi séu mannréttindi

0
461
Umhverfi mannréttindi
Fjallagarpar í Chile. Unsplash/Toomas Tartes

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær ályktun þar sem því er lýst yfir að það aðgangur að hreinu og heilbrigðu umhverfi teljist til mannréttinda. Hundrað sextíu og eitt ríki greiddi atkvæði með ályktunininni. Átta ríki sátu hjá, þar á meðal Kína og Rússland sem sæti eiga í öryggisráði samtakanna.

Ályktunin byggir á áþekkri samþykkt Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var á síðasta ári. Í henni eru ríki, alþjóðleg samtök og fyrirtæki hvött til að herða aðgerðir til að tryggja öllum heilbrigt umhverfi.

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fagnaði ályktuninni sem hann sagði sögulega.

Hins vegar markaði hún einungis upphaf og hvatti þjóðir til að hrinda þessum nýviðurkenndu réttindum í framkvæmd “fyrir alla, alls staðar.”

Auk Kína og Rússlands, sátu Eþíópía, Hvíta-Rússland, Íran, Kambódía, Kirgistan og Sýrland, hjá.