Stóra súkkulaðimálið í Bíó Paradís

0
812
Sjálfbær neysla og framleiðsla

Opnun Bíó Paradísar í Reykjavík verður fagnað í næstu viku með ókeypis sýningu heimildamyndarinnar Stóra súkkulaðimálið ( The Chocolate Case) og umræðum á eftir. 

Upphaflega var sýningin á dagskrá 14.september en henni hefur verið frestað til 13.október klukkan átta og er einungis þörf að skrá sig. Íslandsbanki, Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna, Félag SÞ og Festa Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni standa að sýningunni. Efni myndarinnar tengist Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna ekki síst því tólfta sem snýr að ábyrgri neyslu og framleiðslu.

Stóra súkkulaðimálið segir söguna af því hvernig rannsókn hollenskra sjónvarpsmanna vatt upp á sig og endaði með því að þeir byrjuðu að framleiða súkkulaði.

Þeir sögðu barnaþrælkun, sem oft viðgengst í súkkulaðibransanum stríð á hendur – og reyna nú að stuðla að betri heimi, (súkkalaði)bita fyrir bita.

Myndin segir óvenjulega sögu og er í senn skemmtileg og upplýsandi enda fengið afbragðs dóma, td. 8.1 í meðaleinkunn á IMDB.

Þátttakendur í umræðum á eftir sýningunni verða Ragna Sara Jónsdóttir, stofnandi Fólks, Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður og einn eigenda Omnon og Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmastjóri Festu, Miðstöðvar um samfélagsábyrgð, auk Ynzo van Zenten hjá Tony Chocolonely súkkulaðiframleiðandans sem Stóra súkkulaðimálið snýst um.

Sömu aðilar munu standa að sýningu annarar heimildamyndar Stóra litla býlið (Biggest little farm), 23.september á sama stað og sama tíma.

Hvar:

Bíó Paradís

Hvenær: 16.september 20:00

Aðgangur ókeypis og sýningin opin öllum – en nauðsynlegt er að skrá sig. Gætt verður að öllum sóttvarnarreglum verði fylgt eftir.

Skráning og nánari upplýsingar: https://www.islandsbanki.is/is/vidburdur/the-chocolate-case-un-bio

Efni myndarinnar tengist mörgum Heimsmarkmiðanna um Sjálfbæra þróun, td. númer tólf um ábyrga neyslu og framleiðslu.

Heimsmarkmið 12