Stórfé til höfuðs alnæmi, berklum og malaríu

0
389
alt

Ríkisstjórnir, sjóðir, fyrirtæki og einstaklingar hafa gefið fyrirheit á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum um fjárframlög að upphæð ellefu og hálfum milljarði Bandaríkjadala næstu þrjú ár til að efla efla baráttuna gegn HIV/Alnæmi, berklum og malaríu.

alt

Alnæmissjúklingur í Eþíópíu. SÞ-mynd: Louise Gubb

 

“Þetta eru öflug skilaboð ekki síst þegar haft er í huga að margar ríkisstjórnir neyðast til að skera niður þessa dagana,” sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sem stýrði tveggja daga endurfjármögnunarfundi Alheimssjóðsins til að berjast gegn Alnæmi, berklum og malaríu. 
Talið er að 5.7 milljónum mannslífa hafi verið bjargað á undanförnum átta árum þökk sé fjárframlögum úr sjóðnum. 2.8 milljónir hafa fengið alnæmis-meðferð, 7 milljónir læknisþjónustu vegna berkla og 122 milljónum rúmneta til að verjast malaríu hefur verið dreift.
“Við erum í sameiningu að leggja drög að einu merkasta átaki 21. aldarinnar,” sagði Ban Ki-moon á blaðamannafundi í New York.
Alheimssjóðurinn var stofnaður árið 2001 til að efla baráttuna gegn þremur af mannskæðustu sjúkdómum heims. Hann hefur hingað til veitt 19.3 milljörðum dala til verkefna í 144 ríkjum.
Fjárskuldbindingarnar voru kynntar á ráðstefnunni, aðeins tveimum vikum eftir leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna en þar ítrekuðu aðildarríkin að Þúsaldarmarkmiðunum um þróun skyldi náð fyrir árið 2015. Meðal markmiðanna er að skera upp herör gegn hinum þremur skaðvöldum.