Stórframlag Dana til WFP

0
480

WFPs eksekutivedirektør Ertharin Cousin og den danske Udenrigsminister Kristian Jensen 1

24.maí 2016. Danmörk og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hafa undirritað samkomulag um aukna þátttöku Dana í fjármögnun.

Samkomulagið er óvenjulegt að því leyti að það tryggir WFP andivrði 630 milljóna danskra króna (12 milljarða) 2017-19. Markmiðið er að tryggja WFP sveigjanlega, fyrirsjáanlega fjárveitingu til margra ára til að efla viðleitnina til að uppræta hungur í heiminum fyrir 2030.

Samninginn undirrituðu Kristian Jensen, utanríkisráðherra Dana og Ertharin Cousin, forstjóri WFP á leiðtogafundinum um mannúðarmál í Istanbul í Tyrkklandi.

Danmmörk hefur skuldbundið sig til að fylgja samkomulagi helstu veitenda mannúðaraðastoðar og hjálparstofnana um aukna skilvirkni sem nefnt er Grand bargain. Í samræmi við það er féð ekki eyrnamerkt einstökum löndum.

Mynd: Jensen og Cousin á leiðtogafundinum í Istanbul.