Stríðsbörn verði friðarbörn

0
476

EU

18. desember 2012. Evrópusambandið, friðarverðlaunahafi Nóbels í ár,  hefur ákveðið að láta stofnanir Sameinuðu þjóðanna og alþjóðleg hjálparsamtök njóta góðs af verðlaunafénu. Tilkynnt var í dag í Brussel að fjögur verkefni á sviðið mannúðarmála hefðu verið valin sem snerta  23 þúsund börn um allan heim.

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) fær styrk til að bæta kennslu fimm þúsund barna í Kólombíu og Ekvador en þau hafa orðið fyrir barðinu á átökum í landinu.

Barnahjálp Sameinuðu þjóðoanna (UNICEF) fær styrk til að bjóða þrjú þúsund börnum í Pakistan upp á kennslu en þau hafa fengið að kenna á átökum undanfarin átta ár í norðurhluta landsins.   

Félagasamtökin Acted eru styrkt til að vernda og mennta fjögur þúsund sýrlensk börn í Domiz, flóttamannabuðunum en þau hafa flúið átökin í landinu.
Barnahjálp (Save the Children) og norska flóttamannaráðið fá einnig stuðning við að aðstoða og mennta ellefu þúsund börn sem flosnað hafa upp í lýðveldinu Kongó vegna átaka í landinu.

 90% fórnarlamba ófriðar í heiminum í dag eru óbreyttir borgarar. Helmingurinn eru  börn. Evrópusambandið hefur tileinkað Nóbelsverðlaunin 2012 börnum sem meinað era ð alast upp við frið. Verðlaunaféð er andvirði 930 þúsund evra en ESB bætir við álíka upphæð til að stofna tveggja milljóna evra sjóð (andvirði rúmlega 330 milljóna íslenskra króna.)

“Með því að veita börnum sem verða fyrir barðinu á hernaði möguleika á menntun, leggjum við okkar lóð á vogarskálarnar og gefa þeim möguleika á að eignast æsku,” sagði Kristalina Georgieva sem sér um alþjóðasamvinnu og mannúðaraðstoð í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Jose-Manuael Barroso, forseti framkvæmdastjórnarinnar bætti við “Við viljum að stríðsbörn verði friðarbörn.”