Súdan samþykkir sameiginlega sveit SÞ og Afríkusambandsins án skilyrða

0
473
17. júní 2007 – Ríkisstjórn Súdans hefur samþykkikt skilyrðislaust að sameiginlegri friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna og Afríkusambandsins verði komið á fót í Darfur. Þetta var niðurstaða viðræðna sendisveitar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og fulltrúa stjórnvalda.  

“Utanríkisráðherra Súdans sagði okkur skýrt og skorinort að ríkisstjórnin hefur fallist á sameiginlegu sveitina án nokkurra skilyrða. Forsetinn staðfesti þetta líka við okkur,” sagði  Ambassador Dumisani Kumalo frá Suður-Afríku á blaðamannafundi eftir fundina.  
“Forystumenn Súdans, þar á meðal forsetinn hafa staðfest að að ríkið muni standa við alla undirritaða samninga þar á meðal þann sem undirritaður var í Addis Ababa um sameiginlegu friðargæslusveitina,” sagði utanríkisráðherra Súdans Lam Akol við fréttamenn.   
“Forsetinn hefur lýst yfir að boltinn sé nú hjá Sameinuðu þjóðunum,”bætti hann við.