Háskóli Suður-Danmerkur hefur sett sér það markmið að allt starf hans hverfist um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Hann er þriðji stærsti háskóli Danmerkur

Háskólinn vill að fræðimenn og námsmenn taki virkan þátt í að marka heiminum sjálfbæra stefnu. Leiðin til þess er að skapa efnahgslegan-, félgaslegan og umhverfislegan vöxt sem rúmast innan Heimsmarkmiðanna.

Norræna fréttabréf UNRIC ræddi við Henrik Dam, rektor háskóla Suður-Danmerkur (SDU) um þetta nýja frumkvæði.

„Við teljum að ekkert eitt markmiðanna sé öðru æðra,” segir Dam háskólarektur.

„Það er ekki hægt að segja að heilsugæsla sé mikilvægari en loftslagsaðgerðir. Eða að hagvöxtur skipti minna máli en að berjast gegn loftslagsbreytingum. Heimsmarkmiðin eru mörg. Það þarf að finna ákveðið jafnvægi. Og við teljum að hlutverk vísindanna sé að finna slíkt jafnvægi.”

Nýtt mastersnám í mótun

Háskóli Suður-Danmerkur hefur sett sér það metnaðarfulla markmið að verða fyrsti sjálfbæri háskóli landsins. Og nú á að koma á fót 17 nýjum námsbrautum í meistaraprófs-námi, einni fyrir hvert heimsmarkmiðanna, eins og tilkynnt í var í júní síðastliðnum.

„Við erum að kanna möguleika á að skapa þverfaglegar námsbrautir innan þessara ólíku sviða,” sagði Dam í viðtali við UNRIC.

Það verður ekki numið staðar við að búa til námsbrautir þar sem stúdentar læri um eitt markmiðanna. Ahersla er lögð á að þeir geri sér grein fyrir innbyrðis tengslum þeirra.

„Nemendur munu öðlast þekkingu á einstökum heimsmarkmiðum en einnig grundvallarskilning á tengingunni á milli þeirra. Við getum ráðist til atlögu gegn loftslagsbreytingum á margan hátt. En hætt er við að það komi niður á öðrum markmiðum og slíkt ætti ekki að gerast,” segir Dam.

Þessari breytingu fylgja aðrar aðgerðir. Þar á meðal ætlar háskólinn að beita sér fyrir því að halda ungmennaráðstefnuna Heimsmarkmiðin okkar (“Vores Verdensmål”) í Óðinsvéum. Ráðstefnunni er ætlað að koma Heimsmarkiðunum efst í forgangsröð ungs fólk. Skólabörn, mennta- og háskólanemar munu funda, ræða og læra um Heimsmarkmiðin.

„Við ætlum ekki að láta okkur nægja fáein markmiðanna sautján, heldur ráðast til atlögu við þau öll, segir Niels Thorborg, formaður háskólaráðs suður-danska háskólans. “Fátætk og hungur í heiminum, að draga úr ójöfnuði og berjast gegn loftslagsbreytingum eru nátengd innbyrðis og því er þörf á samhæfðum aðgerðum til að ná sjálfbærum árangri.”