Svía tvöfalda framlög til COVAX

0
776
Covax Svíþjó
Mynd Annie Spratt--unsplash

Svíar ætla að hækka fjárframlög sín sín til COVAX verkefnisins um 100 milljónir sænskra króna. Það er jafnvirði 1600 milljóna íslenskra króna samkvæmt gengi dagsins. Með þessu tvöfaldar Svíþjóð stuðning sinn við verkefnið. COVAX snýst um að tryggja lág- og meðaltekjuríkjum aðgang að bóluefni gegn COVID-19.  

Meir en tvær milljónir manna hafa látist af völdum COVID-19. Þar að auki hafa meir en 100 milljón tilfella verið skráð.

Bólusetningar þýðingarmiklar 

Óbein áhrif faraldursins eru ekki síður alvarleg. Þar á meðal má nefna að aðgangur hefur minnkað að heilsugæslu og læknisþjónustu. Ekki er síður ástæða til að hafa áhyggjur af kynferðis- og frjósemisheilbrigði og réttindum.

COVAX Svíþjóð
Mynd: Mehmet Turgut-Kirkgoz/Unsplash

Þörf á mannúðaraðstoð hefur ekki verið meiri í mjög langan tíma. Bólusetningar skipta sköpum í baráttunni gegn faraldrinum. Það á einnig við um að binda enda á áhrif veirunnar, hraða efnahagslegum bata og draga úr líkum á stökkbreytingum hennar. Það þýðir að almennar bólusetningar um allan heim gagnast sænskum skattgreiðendum. Til þess að bólusetningar skili tilætluðum árangri verða þær að standa öllum til boða, ekki aðeins einstökum ríkjum.

En til þess að svo megi verða þurfa heilbrigðiskerfi að vera í stakk búin til þess að hrinda bólusetningaráætlunum í framkvæmd. Þar skiptir langtíma stuðningur Svíþjóðar við heilbrigðiskerfi máli.

Enginn er öruggur fyrr en allir eru öryggir

„Enginn er öruggur fyrr en við erum öll örugg,“ segir Per Olsson Fridh þróunarmálaráðherra Svíþjóðar. „Það kemur ekki annað til greina en að rétta fólki hjálparhönd til þess að fá aðgang að öruggum og skilvirkum bólusetningum. Þetta snýst um samstöðu og sómatilfinningu. En einnig um að stöðva faraldur sem hefur haft alvarlegar afleiðingar hvarvetna. Ég er stoltur af því að Svíþjóð getur haldið áfram að letggja baráttu heimsins gegn COVID-19 lið.“

Fjárframlag Sví rennur til COVAX AMC sem lýtur forystu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnr (WHO). Einnig nýtur GAVI, alheimsbandalagið um bólusetningar og ónæmi góðs af því. 92 lág- og meðaltekjuríki njóta góðs af því. Svíar létu jafnháa upphæð af hendi rakna árið 2020.

COVAX tilkynnti 3.febrúar síðastliðinn um áætlun þess efni að hefja afhendingu bóluefnis til 145 ríkja á fyrri helmingi ársins 2021. Svíþjóð er í bóluefnissamstarfi Evrópusamstarfsins, en það hefur frá upphafi lagt áherslu á að deila bóluefni með öllum heiminum. Svíþjóð er svo líka hluti af COVAX þökk sé aðildinni að Evrópusambandinu.