Sýrland: Aðeins þriðjungur aðstoðar fjármagnaður

0
441
Syria Relief

Syria Relief

2. september 2015. Hjálparstofnanir hafa aðeins fengið þriðjung þess fjár sem þarf til að liðsinna milljónum sýrlenskra flóttamanna innanlands og í nágrannaríkjunum.

Stephen O´Brien, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, sagði að fjársöfnunarráðstefnu í Kúviet að hjálparstofnanir hefðu neyðst til að minnka aðstoð sína því aðeins hefði tekist að afla 2.4 milljarða Bandaríkjadollara af þeim 7.4 milljörðum sem þarf til hjálparstarfsins.

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hefur nú þegar orðið að skera niður mataraðstoð um fimmtung og matarmiða um helming sums staðar. Draga verður enn frekar úr matargjöfum og fjárhagsaðstoð, ef svo heldur áfram sem horfir.

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur ekki tekist að afla þeirra 185 milljóna dollar sem þarf til að byggja og útbúa skóla og ráða starfsfólk.
„Kennslu 1.6 milljóna barna er stefnt í hættu,” sagði O´Brien. “Fjárskorturinn veldur því að við getum ekki séð 225 þúsund manns fyrir lifsnauðsynlegri heilsugæslu innan landamæra Sýrlands.”

sýrlandHann fullyrti að fjárskorturinn „snerist um líf og dauða fólks.“

„Þetta getur haft mjög alvarlegar afleiðingar jafnt fyrir fólk innan Sýrlands, sem Sýrlendinga sem flúið hafa yfir landamærin til nágrannaríkjanna,“ sagði O´Brien. „Almannaþjónusta í Líbanon, Jórdaníu, Írak og Tyrklandi riðar til falls undan þunga þeirra milljóna Sýrlendinga sem hafa leitað þangað.“

„Ef auknar fjárveitingar berast ekki tímanlega getur reynst erfitt að koma upp húsaskjóli og túvega föt til þess að Sýrlendingar lifi af veturinn.“
Mannúðarstofnanir hafa útvegað mataraðstoð, húsaskjól, fjárhagsaðstoð, heilsugæslu, vatn, sálfræði- og félagslega aðstoð og skóla fyrir milljónir manna í Sýrlandi og nágrannaríkjum. 7.6 milljónir hafa lent á vergangi innan Sýrlands og 4 milljónir flúið til nágrannaríkjanna.
„Við stöndum frammi fyrir flóttamannastraumi sem skolar upp á strendur Evrópu, þar sem farandfólk og hælisleitendur hafa aldrei verið fleiri“ segir O´Brien. „Það gerir þörfina enn brýnni en ella að finna póilítíska lausn á Sýrlands-deilunni.“