Sýrland: fangar drepnir miskunnarlaust

0
459
Syria report

Syria report

8.febrúar 2016. Tugir þúsunda fanga hafa verið myrtir á meðan þeir hafa verið í haldi stríðandi fylkinga í Sýrlandi, að sögn óháðrar rannsóknarnfendar Sameinuðu þjóðanna.

Í skýrslu sem kom út í dag segir nefndin að þúsundir fanga hafi verið barðir eða pyntaðir til bana í haldi stjórnarinnar. Þá hafi stjórnarandstöðuhópar misþyrmt og tekið fanga af lífi. Allt telst þetta til stríðsglæpa.

“Nánast hver einasti fangi sem hefur sloppið úr haldi stjórnarinnar hefur mátt þola ólýsanlega meðferð,” segir Paulo Pinheiro, formaður óháðrar alþjóðlegrar rannsóknarnefndar um málefni Sýrlands. „Ótti við handtöku eða brottnám og þær hörmungar sem því fylgja nánast óumflýjanlega hefur lamandi áhrif á heilu samfélögin um allt landið.“

Í skýrslunni er Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hvatt til þess að beita þvingunum gegn einstaklingum, stofnunum og hópum sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á eða vera samsekir í dauða, pyntingum og þvinguðum mannshvörfum. Hún er byggð á samtölum við 621 einstakling og á umfangsmiklum gögnum um dráp allra stríðandi fylkinga frá 10.mars 2011 til 30.nóvember 2015.