Sýrland: Lífslíkur hafa minnkað um 20 ár

0
440

sýrland
11.mars 2015. Eftir fjögurra ára stríð hefur íbúatala Sýrlands lækkað um 15%, 10 miljónir hafa flúið heimili sín og lífslíkur hafa minnkað um tvo áratugi.

Þetta eru nokkrar niðurstöður úttektar Rannsóknarstofnunar um Sýrland með stuðningi Sameinuðu þjóðanna. Lífslíkur Sýrlendinga voru nærri 76 ár en eftir fjögurra ára átök eru þær 56 ár.

„Staða Sýrlands á listanum yfir mannlega þróuna (Human Development Index) hefur minnkað um 32.6% frá því 2010. Þá var landið um miðjan hóp ríkja heims en er nú í 173.sæti af 187,” segir í skýrslunni.

Sýrland er orðið land fátæks fólks, því fjórir af hverjum fimm Sýrlendingum búa nú vð fátækt, þar af um 30% við sárafátækt eða örbirgð, að því er fram kemur í skýrslunni.460 þúsund Palestínumenn treysta alfarið á stuðning UNRWA, stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem liðsinnir palestínskum flóttamönnum.

Harmleikur íbúa Sýrlands er rakinn í skýrslunni, þar á meðal örlög palestínskra flóttamanna sem hafa orðið fyrir barðinu á ósköpunum. Síðustu fjögur ár hafa meir en 10 millljónir Sýrlendinga orðið að yfirgefa heimili sín af ótta við ofbeldi, vegna hótana eða að heimilin hafa verið eyðilögð.

„Íbúatalan minnkaði um 15% enda hafa 3.33 milljónir Sýrlendinga flúið stríðið, en auk þess hafa 1.55 milljón leitað til annara ríkja í leit að atvinnu og öryggi,“ segir í skýrslunni. „6.8 milljónir hafa flosnað upp frá heimilum sínum innanlands.“

Mannfallið er skeflilegt: 210 þúsund manns hafa látist. Til viðbótar hafa 840 þúsund særst og hafa því 6% íbúanna samanlagt verið drepnir, limlestir eða særðir í stríðinu.

Menntakerfi, heilsugæsla og félagslega velferðakerfið ramba á barmi hruns. Í skýrslunni kemur fram að helmingur barna á skólaaldri sæki ekki lengur skóla og helmingur barna hafi misst af þriggja ára skólagöngu.

„Efnahagslegur skaði af völdum átakanna frá upphafi og til ársloka 2014 nemar um 203 milljörðum Bandaríkjadala. Þetta samsvarar 383% af þjóðarframleiðslu landsins árið 2010 á föstu verðlagi.“