Sýrland: Milljón börn á flótta

0
441

Syria Refugee Child
23. ágúst 2013. Fjöldi barna sem flúið hafa heimli sín er kominn yfir eina milljón.
“Milljónasta barnið er ekki bara en nein tala,” segir Anthony Lake, forstjóri UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. “Þetta er raunverulegt barn sem hefur verið orðið að flýja heimili sit tog jafnvel verið hrifsað frá foreldrum sínum og glímir við hrylling sem við getum bara ímyndað okkur.”
“Skömmin er okkar allra” segir Lake, “því þótt við vinnum hörðum höndum að því að lina þjáningar sem ástandið hefur skapð, hefur heimurinn brugðist þessu barni. Við ættum ættum að spyrja okkur og samvisku okkur hvers vegna við höldum áfram að bregðast sýrlenskum börnum.”
“Það sem er í veði er hreinlega líf og velferð heillar kynslóðar sakleysingja,” segir António Guterres, forstjóri UNHCR, Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna. “Unga fólkið í Sýrland hefur misst heimili, ættingja og framtíð sína. Jafnvel eftir að þau eru komin í skjól eru þau enn skelkuð, þunglynd og vonlaus um framtíðina.”
Um sjö þúsund barn hafa látist í átökunum í Sýrlandi. UNCHR og UNICEF telja að tvær milljónir barna og rúmlega það hafi flosnað upp innanlands í Sýrlandi.

Stofnanirnar tvær bera hitann og þungan af einhverri umfangsmestu mannúðarastoð sögunnar. Til dæmis hafa 1.3 milljónir barna í flóttamannabúðum í nágrannaríkjum verið bólusett gegn mislingum í ár með stuðningi UNICEF og samstarfsaðilja þeirra. 167 þúsund börn njóta félags-sálfræðilegrar aðstoðar og meir en 118 þúsund börn fá kennslu.