Tækni í brennidepli á alþjóðadegi fatlaðra

0
595

Fatlaðir L Escapade Aveugle Handicap Flickr2.0 Generic CC BY-NC-ND 2.0

3.desember 2014. Líf fatlaðs fólks getur tekið stakkaskiptum þökk sé nýjustu tækni en því miður stendur hún alltof fáum til boða.

Af þessum sökum er Alþjóðlegur dagur fatlaðra helgaður sjálfbærri þróun í krafti tækni.

Talið er að einn milljarður manna stríði við einhvers konar fötlun.  Þar af eiga 2-4% í milum erfiðleikum. Á síðustu árum hefur þróun í stoðtækni verið fötluðu fólki mikil lyftistöng, þar á meðal svokölluð AsTeRICS tækni (sjá hér).

En að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) er daglegum þörfum aðeins á milli 20-40% í hátekjuríkjum fullnægt hvað þetta varðar. Til viðbótar skal haft í huga að 80% fatlaðs fólks býr í þróunarríkjum.

Á Alþjóðlega degi fatlaðs fólks er sérstaklega beint sjónum að því að fatlaðir verði teknir með í reikninginn og að rödd þeirra heyrist í þróunarmálum til dæmis í Þúsaldarmarkmiðunum um þróun.

“Fólk sem glímir við fötlun getur notið hæfileika sinna til fullnustu í þjóðfélaginu og á vinnustað í krafti tækni sem styður við bakið á þeim og gerir þeim kleift að aðlagast og taka þátt,” segir Ban Ki-moon í ávarpi sínu á Alþjóðadegi fatlaðra. “Með því að færa sér tæknina í nyt geta vinnuveitendur skapað hagstætt umhverfi fyrir fatlað fólk og nýtt til fullnustu sköpun þeirra, hæfileika og hæfni.”

 Sjá einnig:

Náttúruhamfarir: fatlaðir berskjaldaðir 

Leiðtogafundur um fötlun

Samningur um réttindi fatlaðs fólks

Sjálfsbjörg, Landsamband fatlaðra

Öryrkjabandalag Íslands 

Mynd: L Escapade Aveugle Handicap Flickr2.0 Generic CC BY-NC-ND 2.0