Talnaþekking er forsenda árangurs í jafnréttismálum

WaterGirls1

WaterGirls1

25.október 2016. Alþjóðlegir sérfræðingar og forsprakkar kvenna sækja 6.alþjóðlegu ráðstefnuna um kynbundna tölfræði sem stendur yfir í Helsinki í Finnlandi.

Markmiðið er að leita leið til að bæta tölfræðilega þekkingu í því skyni að bæta stefnumótun í málefnum kvenna og stúlkna, ekki síst í tengslum við fimmta lið Sjálfbæru þróunarmarkmiðanna.

Þar segir að tryggja skuli jafnrétti kynjanna og styrkja frumkvæðisrétt allra kvenna og stúlkna. 

globalforum powerpoint un tk logo 0525915R1Ráðstefnan kemur á hæla Alþjóðlegs dag stúlkubarnsins (11.október) en þema dagsins í ár var bætt og tölfræði til að efla framþróun stúlkna. Eins og Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði í ávarpi sínu: Við getum ekki stjórnað hinu ómælda.”

Sjálfbæru þróunarmarkmiðin hafa aukið vitund um þörfina á bættri tölfræði. Eitt sjálfbæru þróunarmarkmiðanna sautján fjalllar um jafnrétti kynjanna og nærri þriðjungur hinna hefur einhvers konar skírskotun til jafnréttismála. Af þessum sökum hafa kröfur aukist um góða tölfræði sem liggur til grundvallar því að ná sjálfbæru markmiðunum,” segir Stefan Schweinfest, forstjóri hagstofu Sameinuðu þjóðanna.

Það má reikna með því að þetta þýði auknar kröfur um hágæða tölfræði um jafnréttismál sem eru uppfærðar með reglulegu millibili og mynda traustan þekkingargrunn um stöðu kvenna í samanburði við karla.”

Meir en tvö hundruð þátttakendur, tölfræðingar frá aðildarríkjum, embættismenn, forkólfar kvennasamtaka og aðrir sérfræðingar frá alþjóðlegum samtökum, auk fræðimanna, sækja ráðstefnuna. Tarja Hallonen, fyrrverandi forseti Finnlands flutti aðalræðuna.

Kastlósi ráðstefnunnar er beint að farmúrskarandi verkefnum og áskorunum í söfnun, framleiðslu, dreifingu og notkun talna um jafnréttismál, svo eitthvað sé nefnt. Nánari upplýsingar má finna hér.