Tap Finna áfall fyrir norræna framboðið

0
433
Nordic SC

Nordic SC

9. nóvember 2012. Virtur finnskur fræðimaður sem hefur rannsakað framboð Finnlands til Öryggisráðsins telur að hætt sé við því að einstök norræn ríki skerist úr leik í sameiginlegu framboði Norðurlanda til þessarar æðstu stofnunar Sameinuðu þjóðanna eftir afhroð tveggja framboða í röð.

Stjórnmálafræðingurinn Dr. Mika Aaltola hefur verið áberandi í umræðunni um framboð Finnlands til Öryggisráðsins en hann er verkefnisstjóri hjá Alþjóðamálastofnun Finnlands. Aaltola telur að Norðurlönd hafi ekki fylgst nógu vel með tíðarandandanum sem hafi breyst. Norræna módelið sé ekki jafn álitlegt og það var á tímum kalda stríðsðins.

“Sjálfsmynd Finna er sú að Finnland sé norrænt ríki sem sé á “toppi heimsins” hvort heldur sem er í landfræðilegum skilningi eða þróunarlegum.,” segir Aaltola.  “Heimurinn hefur hins vegar breyst og er fjölbreyttari en áður. Nú er boðið upp á fleiri þróunarmódel eins og dæmi Kína og Brasilíu sýna og sanna. Sú hugmynd er farin að virka gamaldags að það sé aðeins ein leið til þróunar sem hafi að markmiði hið norræna velferðarsamfélag. Þrátt fyrir þetta byggir norræn sjálfsmynd Finnlands á þessari hugmynd. Við trúum því staðfastlega að við séum heiminum fyrimynd. Þessi bjargfasta trú virkar fráhrindandi á sum önnur ríki.”

Ítarlega er farið í saumana á framboði Finnlands og Norðurlandanna til Öryggisráðsins í sögulegu samhengi í vefriti UNRIC, Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna hér: https://www.unric.org/is/frettabref