Tara: leiðin langa til Illulissat

0
516

 

rsz tara

Áhöfn Tara vísindaleiðangursins er ýmsu vön en nýjasta verkefni frönsku skonnortunnar er hugsanlega það erfiðasta hingað til  að sigla þvert yfir norðuríshafið frá norðausturodda Rússlands og þvert yfir og suður eftir vesturhluta Grænlands.

Tara, 36 metra long og 120 tonna frönsk skonnorta verður, ef allt gengur eftir, þriðja seglskip sem siglir þessa leið. Tara lagði upp frá Frakklandi í maí og er ætlunin að koma til Illullissat á Grænlandi um miðjan október.  

Markmiði er að rannsaka vistkerfi norðurskautsins. Rannsóknir verða gerðar á sviði við ísjaðarinn. Tara hefur áður siglt um Norður-Íshafið og einnig komið til Grænlands, Patagóníu, Suður-Georgíu og Suðurskautslandið, svo eitthvað sé nefnt.

Vitundarvakning er einnig á dagskrá: “Við viljum einnig nota tækifærið og kynna almenningi, stjórnmálamönnum og athafnamönnum hin brýnu umhverfismál Norðurskautsins og þau vandamál sem íbúarnir glíma við,” segja talsmenn Tara. “Í augum sumra bjóðast þarna efnahagsleg tækifæri þegar siglingaleiðir opnast en að annara mati er hér á ferðinnni umhverfisvá. Sjálfbær þróun Norðurskautsins er sannarlega í veði.”

Þegar við náðum í skipstjóra Tara Loic Vallette í gervihnattasíma, var hann nýkominn inn í íshafið norðaustan við Rússland.
„Á síðustu öld var sérstaklega erfitt að komast leiðar sinnar þar sem við erum nú, því allt var fullt af ís, meira að segja á sumrin, “ sagði Vallette, skipstjóri. “ En síðustu tuttugu ár hefur þetta svæði verið íslaust með reglulegu millibili. Í sumar má búast við að hægt verði að sigla án aðstoðar ísbrjóts í um einn mánuð.”
 
Mikið hefur verið talað um að tengja Asíu og Evrópumarkaði með því að sigla yfir Norður-Íshafið og stytta leiðina um nokkrar vikur miðað við að sigla yfir Indlandshaf og um Súes-skurðinn. Vallette segir að þetta sé ennþá fremur fjarlægur möguleikki, því þeir hafi rekist á “örfá” skip með ísbrjóta sér til fulltingis.

Tara verður frá júlí og fram í október norðan við Heimskautsbaug. Hitinn verður á bilinu 10 stiga frost til fimm stiga hiti. Dagsbirtan verður ráðandi á meðan dvalið er í rússneskri l-lögsögu en síðan vinnur myrkrið á eftir því sem Tara nálgast áfangastaðinn í Illulissat.

Vallette, skipstjóri býður þess með óþreyju að koma til Grænlands, ekki aðeins vegna þess að þá verður langur leiðangur að baki. “Mig hefur lengi dreymt um að sjá grænlenska landslagið og hitta íbúana. Verst hve við komum seint, sennilega verðum við að koma á betri og bjartari tíma til að njóta þess í botn.”