Þáttur kvenna of lítill í friðarviðleitni

0
416
484816-wom-conflictresolution

484816-wom-conflictresolutionÖryggisráð Sameinuðu þjóðanna fagnaði í dag viðleitni landa til að auka hlut kvenna í friðaruppbyggingu, friðargæslu, hindrun átaka og miðlun mála að loknum heils dags umræðum.

Öryggisráðið lét hins vegar í ljós áhyggjur af því að enn væri talsvert langt í land með að ályktun ráðsins númer númer 1325 hefði verið framfylgt. Í ályktuninni frá árinu 2000 er hvatt til þess að endir verði bundinn á ömurlegri og ómannúðlegri meðferð kvenna og stúlkna í átökum og útiloknu þeirra frá ákvarðanatöku þar sem átök brjótast út sem og í friðarumleitunum og friðaruppbyggingu.

 “Við þurfum á einbeittri forystu af hálfu okkar allra, öryggisráðsins, aðildarríkja, borgaralegs samfélags og Sameinuðu þjóðanna til að virkja konur í friðarumleitunum og hindrun átaka. Með þessu móti eflum við frið og öryggi og dýpkum lýðræði um allan heim.”
 

Michelle Bachelet, framkvæmdastjóri UN Women kynnti ráðinu skýrslu framkvæmdastjóri samtakanna um konur, frið og öryggi. Hún sagði að ályktuninni hefði verið misjafnlega vel framfylgt. “Við þurfum á einbeittri forystu af hálfu okkar allra, öryggisráðsins, aðildarríkja, borgaralegs samfélags og Sameinuðu þjóðanna til að virkja konur í friðarumleitunum og hindrun átaka. Með þessu eflum við frið og öryggi og dýpkum lýðræði um allan heim,” sagði Bachelet.

Í yfirlýsingu forseta Öryggisráðsins sagði að ráðið hvetti enn og aftur aðildarríki til að auka hlut kvenna í friðarsveitum Sameinuðu þjóðanna og ítrekaði að þjálfa yrði allt starfslið til að framfylgja ákvæðum ályktunarinnar.

Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði að samtökin ættu að ganga á undan með góðu fordæmi.  “Hlutur kvenna er enn lítill og þetta verður að breytast.”  Hann sagði að konur veittu forystu sex af tuttugu og átta friðarsveitum Sameinuðu þjóðanna.