Þegar fólk er látið hverfa

0
464
Enforceddisappearance resized

Enforceddisappearance resized

30.ágúst 2016. Þvingað brottnám fólks hefur oft verið notað sem aðferð til að skapa ofsahræðslu í samfélaginu.

Það sem heitir þvingað brottnám á alþjóðlegu lagamáli felur í sér að einstaklingur er numinn á brott og haldið föngnum án þess að nokkur viti um hvar eða hverjir haldi honum gegn vilja sínum. 

Það tilheyrir ekki einum heimshluta fremur en öðrum að beita þvinguðu brottnámi, en oft eru það aðilar utan ríkiskerfisin sem grípa til þessa úrræðis, þar á meðal vígasveitir öfgamanna og hryðjverkasamtök. 30.ágúst ár hvert er haldinn Alþjóðadagur fórnarlamba þvingaðs brottnáms.

disappeared pic2 resizedÞvinguð mannshvörf valda óöryggi innan hvers samfélags. Stundum hverfa börn, stundum foreldrar. Skyldmenni fórnarlamba fyllast ótta enda vita þeir ekki um afdrif ástvina og hvort þeir eigi afturkvæmt. Fórnarlömbin sæta oft og tíðum pyntingum, óttast um líf sit tog vita að ættingjar hafi enga hugmynd um hvað af þeim varð. Stundum bíður fórnarlamba einfaldlega dauði, en ef ekki eru andlega og líkamleg sár af völdum ómannúðlegrar meðferðar, lengi að gróa.

Oft og tíðum er það fyrirvinna heimilis sem hverfur og fjölskyldur berjast í bökkum við að brauðfæða sig, hvað þá að geta leitað hins horfna. Hlutskipti kvenna við slíkar aðstæður er erfitt og oft eru það mæður, systur, dætur eða eiginkonur sem berjast fyrir því að upplýsa afdrif sinna nánustu og verða fyrir vkikið oft og tíðum sjálfar skotspónn hefndaraðgerða og ofsókna. Þegar það eru konurnar sjálfar sem numdar eru á brott, eru þær oft og tíðum beittar kynferðislegu ofbeldi.

Þvingað brottnám er ólöglegt undir hvaða kringumstæðum sem er, þar á meðal á stríðstímum eða þegar neyðarástandi hefur verið lýst yfir samkvæmt Alþjóðasáttmála til að vernda allar manneskjur fyrir þvinguðu brottnám.