Þegar freðmýrarnar þiðna

0
621
Teshekpuk í Alaska.

Vísindamenn víða um heim telja ástæðu til að beina athygli í miklu ríkari mæli að þiðnun sífrera jarðar. Þiðnun sífrerans hefur miklar afleiðingar jafnt á landið sjálft og fólkið sem þar býr. Þorp verða að víkja og dýr og aðrar lífverur að finna sér ný búsvæði.

Alvarleg hætta kann að stafa af örverum sem losna úr klóm frostsins. Þá mun losna úr læðingi kolefni sem bundið hefur verið í ís í þúsndir ára og bætast við þann koltvísýring sem safnast hefur saman af mannavöldum.

Í nágrenni Tuktoyaktuk.

Bráðnun sífrerans er svo sannarlega ekki jafn myndræn og Kyrrahafseyjar sem eru að fara í kaf af völdum hækkunar sjávar. Á hinn bóginn er ekki síður ástæða að gefa því gaum sem er að gerast á norðurslóðum, hvort heldur sem er jöklum sem hopa, ísþekju sem minnkar og sífrera sem þiðnar.

Sífreri (permafrost) er þegar hiti fer ekki upp fyrir -1 °C. Í Síberíu, Alaska og norðurhluta Kanada eru miklar freðmýrar þar sem vaxtartími er of stuttur til að tré geti dafnað.  Þótt talað sé um sífrera þegar frost hefur veirð í meir en tvö ár í röð, er oft um að ræða hundruð eða jafnvel þúsundir ára. Sífrerinn nær til fjórðung norðurhvels.

Frumbyggjar hafa oft og tíðum búið og lifað á veiðum á þessum slóðum um aldir. Lifnaðarhættir þeirra eru nú í uppnámi.

Á flótta undan loftslagsbreytingum

Eriel Lugt er ungur Inúíti frá Tuktoyaktuk strandbæ í norðvesturhluta Kanada sem hefur

Inúíta-móðir og barn í norðvesturhluta Kanada. 1950. Wikimedia Richard Harrington

orðið fyrir barðinu á þiðnun sífrera.

„Ég sé ekki annað fyrir mér en að samfélag okkar verði að flytja á brott í nánustu framtíð,“ segir Eriel Lug sem er nítiján ára stúlka.

Meira er talað um banhungraða og grindhoraða hvítabirni en fólkið sem býr á þessum slóðum. Það sér nú fram á að þurfa að endurskoða hefðbundna aldagamla lifnaðarhætti.

„Ég heyrði fyrst um loftslagsmál þegar ég var í grunnskóla og vissi ekki að loftslagsbreytingar væru að eiga sér stað jafn hratt og raun ber vitni fyrir framan nefið á okkur.

Heimabær hennar Tuktoyaktuk hefur orðið fyrir barðinu á bráðnandi freðhvolfi.

„Allt land okkar er á sífrera,“ útskýrir hún. „Bráðnunin breyti algjörlega landslaginu og einnig öllu dýralífi.“

Nærri 15 milljón kílómetrar lands teljast til sífreðins lands. Innviðir, hús og vegir hafa víða þegar orðið fyrir skakkaföllum og sama máli gegnir um olíuleiðslur og jafnvel hernaðarmannvirki.

Harðari en steypa

Veðurstöð.

Mörg norðlæg þorp á borð við Tuktoyaktuk eru byggð á sífrerara sem er harðari en steypa. Norðurslóðir hlýna tvisvar sinnum meira en aðrir heimshlutar. Afleiðingarnar eru meðal annars aurskriður. En minnkandi hafís veldur því einnig að strandbæir eru berskjaldaðir fyrir ofsveðri.

„Við þekkjum ofsafengna storma í okkar samfélagi. Á hverju sumri ýfir vindurinn sjóinn svo að yfirborðið hækkar. Ef þetta eykst er það sannarlega vandamáli,“ segir Eriel. „Á hverjum vetri tek ég líka eftir að hafið vinnur á ströndinni.“

Þetta veldur því að íbúar freðmýrarinnar hafa orðið að flytja þorp sín inn í landið eftir því sem hafið gleypir strandlengjuna í sig. „Landið var beinlínis að hrynja undan húsundum“ segir Eriel.

Susan M. Natali er vísindamaður hjá Woodwell loftslags-rannsóknastofnuninni og hefur lagt stund á rannsóknir á þiðnun sífrera á norðurskautin í meir en 13 ár.

„Ég hef fylgst með breytingunum og þær eru átakanlegar. Ég get varla lýst hversu gríðarlega áhrif þetta hefur á fólkið. Það verður beinlínis að lyfta húsum sínum upp. Einu sinni þurfti að gera þetta einu sinni á ári en nú er það fimm sinum á ári því annars fari húsin að hallast.“

Dr. Natali nefnir sem dæmi að olíubirgðargeymar hafi hrunið í kjölfar þiðnunar. Landfyllinga sem eitt sinn voru á þurru landi, séu nú faranr að leka sorpi og eiturefnum svo sem kvikasilfri út í ár og vötn. „Þetta hefur af þessum sökum heilsufarslegar afleiðingar auk þess sem aðgangur að fersku neysluvatni er erfiðari.

Herschel í norðvestur-Kanada. Unsplash.

Sumar ár leggur ekki lengur sem veldur sumum frumbyggjum erfiðleikum, sem hafa notað þær til samgangna að vetri til. “

„Þetta hindrar aðgang fólks að fæðu. Það er svo margt að gerast  og hefur bæði áhrif á náttúruleg og félagsleg kerfi. Þetta er sá raunveruleiki sem fólk á norðurslóðum þarf að horfast í augu við og hefur nú gert lengi.“

Fólk hefur vitað um aldir hvert þarf að sækja veiði og hvernig á að komast á veiðislóir. En nú er allt að breytast og fólk neyðist til að aðlagast.

„Forfeðurnir kenndu kynslóð eftir kynslóð hvert við ættum að fara og hvaða leiðir væru færar og hættuminnstar. Loftslagsbreytingar hafa skapað hættu  og veiðimennirnir vita ekki lengur hvar er hættuminnst að ferðast,“ segir Eriel Lugt