Þrátt fyrir bölmóðinn trúir ungt fólk á framfarir

0
640

Þrátt fyrir heimsfaraldur og loftslagsbreytingar eru börn og ungmenni bjartsýnni á framfarir í heiminum en fertugir og eldri.

Þetta er niðurstaða umfangsmikillar könnunar UNICEF og Gallup sem birt er í dag. Alþjóða barnadagurinn er 20.nóvember.

Nærri helmingi fleiri börn og ungmenni en eldra fólk telja að heimurinn sé að batna.

Fleir en 21 þúsund manns í tveimur aldurshópum, 15-24 ára og 40 ára og eldri. Svarendur búa í 21 ríki.

Vongóð en ekki barnaleg

Spurt var í öllum heimshlutum; Afríku, Asíu, Evrópu og Norður- og Suður-Ameríku og með jöfnu hlutfalli svarenda eftir tekjuskiptingu á hverjum stað.

Unga fólkið er einnig líklegra til að telja að barnæska, heilsugæsla, menntun og öryggi, hafi aukist eða batnað miðað við kynslóð foreldranna.

Þrátt fyrir þessa bjartsýni eru ungmennin ekki „barnaleg“. Könnunin sýnir að ungt fólk vill aðgerðir gegn loftslagsvánni. Þá koma fram gagnrýnin viðhorf í garð samfélagsmiðla og þeirra upplýsinga sem þar er að finna. Þá glímir ungt fólk við þunglyndi og kvíða.

Meðvitað og alþjóðasinnað

Unga kynslóðin er líklegri en eldra fólkið til að líta á sig sem heimsborgara í orðsins fyllstu merkingu. Hún styður alþjóðlega samvinnnu í baráttunni gegn ógnum á borð við heimsfaraldurinn.

Þá treysta börn og ungt fólk ríkisstjórnum, vísindamönnum og alþjóðlegum fréttaveitum betur sem upplýsingabrunni en eldra fólkið.

Unga fólkið er meðvitað um vanda heimsins. Til dæmis telja 80% að börnum stafi hætta af því að vera á netinu, bæði hvað varðar ofbeldisfullt og kynferðislegt efni, auk net-eineltis.

Unga kynslóðin vill hraðari framfarir í baráttunni gegn mismunun, meiri samvinnu milli ríkja. Þau vilja að stjórnendur hlusti á raddir þeirra.

Enginn bölmóður

Nærri þrír fjórðu þeirra aðspurðra sem vissu um loftslagsbreytingar töldu að ríkisstjórnir ættu að grípa til meiri háttar aðgerða. Hlutfallið er hærra eða 83% í lág- og meðaltekjuríkjum þar sem afleiðingar loftslagsbreytinga eru tilfinnanlegastar.

Henrietta Fore forstjóri UNICEF segir að þótt ungt fólk hafi margar ástæður til að vera svartsýnt, vilji það ekki líta á heiminn með sömu dimmu linsunni og fullorðna fólkið.  „Miðað við eldri kynslóðir er unga fólkið í heiminum vongott, alþjóðlegra sinnaðra en hinir eldri og ákveðið í að bæta heiminn. Unga kynslóðin er áhyggjufullt yfir framtíðinni en líur á sig sem hluta af lausninni.“

Könnunin var gerð í aðdraganda Alþjóða barnadagsins.