Þrír milljarðar manna munu þjást af vatnsskorti 2025

0
465
sg1.jpgFramkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að sjö hundruð milljónir manna í heiminum þjáist af vatnsskort en sú tala verði með sama áframhaldi komin í þrjá milljarða 2025. Þetta kemur fram í ávarpi Ban Ki-moon á Alþjóðlega vatnsdaginn 22. mars.

 
ÁVARP FRAMKÆMDASTJÓRANS
Á ALÞJÓÐLEGA VATNSDAGINN 
22. mars 2007

Kastljósinu er að þessu sinni beint að því á Alþjóðlega vatnsdaginn hvernig bregðast skuli við vatnsskorti, Vatn getur verið af skornum skammt af ýmsum ástæðum og getur verið breytilegt jafnt í tíma sem rúmi. Í dag .líða 700 milljónir manna í 43 ríkjum fyrir vatnsskort og er talið að árið 2025 verði þessi tala komin yfir 3 milljarða.  Vatnsbirgðir heimsins eru viðkvæmar og sífellt er nauðsynlegra að grípa til samhæfðra og sjálfbærra ráðstafana til að stýra nýtingu vatns. Mjög gengur á vatnsbirgðir vegna mannfjölgunar, ósjálfbærrar neyslu, slæmrar nýtingar, mengunar og skorts á fjárfestingu í búnaði.  Þar að auki verður meiri þörf á vatni í framtíðinni til að rækta matvæli, til drykkjar og þrifnaðar og til að knýja iðnað og þjóna sístækkandi borgum. Búast má við að bilið á milli framboðs og eftirspurnar á vatni muni ógna efnahagslegri og félagslegri þróun og sjálfbæru umhverfi. Samhæfð stýring nýtingar vatns verður afar mikilvægur liður í því að vinna bug á vatnsskorti. Sama má segja um alþjóðlega samvinnu því mörg fljót og uppsprettur í heiminum eru sameign margra ríkja. Slík samvinna getur einnnig almennt stuðlað að friðsamlegum samskiptum þvert á landamæri.Þúsaldarmarkmiðin um þróun hafa beint kastljósinu að mikilvægi aðgangs að öruggu drykkjarvatni og fullnægjandi hreinlæti. Þetta er einmitt eitt af því sem skilur á milli þeirra sem búa við heilbrigði og hagsæld og þeirra sem búa við örbirgð og stöðuga ógn af lífshættulegum sjúkdómum. Árangur í vatns- og þrifnaðarmálum er lykilatriði í að uppræta fátækt og ná öðrum þúsaldarmarkmiðum um þróun. Til að ná þessum árangri þarf að styrkja hæfni stofnana og bæta stjórnun á öllum sviðum, stuðla að því að útbreiða tækni, útvega meira fjármagn og efla árangursríka starfsemi og nýta sér fengina reynslu. Nú á Alþjóðlega vatnsdaginn hvet ég Sameinuðu þjóða kerfið og alla sem hagsmuni eiga að gæta til að taka höndum saman og grípa til ákveðnari aðgerða, ekki aðeins á þessu ári heldur allan Alþjóðlega aðgerðaáratuginn “Vatn fyrir lífið” – 2005-20015.

Ban Ki-moon