A-Ö Efnisyfirlit

Þurfum meira á menntun að halda en nokkru sinni fyrr

Skólar voru lokaðir í 160 ríkjum um miðjan síðasta mánuð og meir en 1 milljarður námsmanna naut ekki kennslu vegna COVID 19 faraldursins.

„COVID-19 faraldurinn hefur haft í för með sér mestu truflun í sögu menntunar,” sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þegar hann fylgdi úr hlaði stefnumótunarskýrslu um stöðu  mennntunar á tímum faraldursins.

Hann hefur orðið þess valdandi að breikka gjána á milli ýmissa hópa hvað menntun varðar. Hætta er á að langvarandi lokun skóla þurrki út árangur sem náðst hefur í heiminum á undanförnum áratugum ekki síst þegar stúlkur og ungar konur eru annars vegar.

Talið er að fjöldi barna sem annað hvort flosna upp úr námi eða hafa ekki aðganga að skóla aukist um nærri 24 milljónir á næsta kennsluári vegna efnahagslegra áhrifa faraldursins einnra.

Guterres benti á að þrátt fyrir að kennslu hafi verið haldið uppi í krafti útvarps, sjónvarps og netsins hafi slíkt ekki náð til margra nemenda.

„Nemendur sem glíma við fötlun, þeir sem tilheyra minnihluta eða samfélögum sem höllum fæti standa, uppflosnaðir nemendur, flóttemnn og þeir sem búa á afskekktum eru liklegastir til að heltast aftur úr,” sagði Guterres.

Jafnvel áður en COVID-19 faraldurinn breiddist út voru 250 milljónir barna á skólagöngualdri ekki í skóla. Aðeins fjórðungur framhaldsskólanema í þróunarríkjum ljúka námi með lágmarks hæfni að vopni.

„Nú stöndum við frammi fyrir harmleik heillar kynslóðar sem gæti haft í för með sér að mannlegum hæfileikum verði sóað, grafið undan framþróun liðinna ára og rótgróinn ójöfnuður festur í sessi.”

Sameinuðu þjóðirnar og samstarfsaðilar þeirra ýta í dag úr vör herferð sem nefnd er „Björgum framtíð okkar.”

„Við stöndum á tímamótum hvað varðar framtíð barna heimsins og unga fólksins. Þær ákvarðanir sem ríkisstjórnir og samstarfsaðilar taka nú munu hafa varanleg áhrif á hundruð miljónar ungmenna og á þróunarmöguleikja ríkja næstu árarutugi.”

Í stefnumótunarskjalinu sem Guterres kynnti er lögð áhersla á fjögur atriði.

Í fyrsta lagi verður opnun skóla að nýju jafnskjótt og náð hefur verið tökum á COVID-19, að vera í algjörum forgangi.

Í öðru lagi að fjármögnun menntunar verði sett í forgang við fjárhagslegar ákvarðanir.

Í þriðja lagi að ná til þeirra sem erfiðast er að ná. Í fjórða lagi er framtíð menntunar hér og nú.

„Slá verður skjaldborg um fjárframlög til menntunar og þau aukin,” segir Guterres. “Og það er þýðingarmikið að menntun sé í kjarna alþjóðlegra samstöðu-aðgerða.”

„Heimurinn stendur frammi fyrir ósjálfbæru stigi ójöfnuður og við þær aðstæður þurfum við á menntun að halda sem þýðingarmiklum jöfnunartæki, meir en nokkru sinni áður,” sagði aðalframkvæmdastjórinn.

 

Fréttir

Að efla réttindi fatlaðra

🇺🇳 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum 🇺🇳 Sameinuðu...

Guterres segir að lýð- og þjóðernishyggja hafi brugðist

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði í dag á Allsherjarþingi samtakanna að heimurinn stæði...

Forsætisráðherra: jafnrétti verði í fyrirrúmi í endurreisn eftir COVID-19

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hvatti til þess að “jafnrétti kynja og kynþátta” verði í fyrirrúmi...

UNICEF og samskiptamiðlar sameinast gegn neteinelti

Helstu samskiptamiðlar hetims hafa tekið höndum saman með UNICEF í baráttunni gegn neteinelti. Barnahjálp Sameinuðu...

Álit framkvæmdastjóra