Til heiðurs föður danskrar hönnunnar

0
465

4. JUHL

Leiðir danskrar hönnunar og Sameinuðu þjóðanna hafa löngum farið saman. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna heiðraði minningu Finns Juhl, Danans sem hannaði einn frægasta fundarsal í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York með því að heimsækja heimili hans í útjaðri Kaupmannahafnar í Danmerkurheimsókn sinni á dögunum. Juhl hann hannaði húsið sjálft að utan jafnt sem innan og valdi listaverk og húsmuni.

Juhl bjó þarna frá 1941-2 þegar húsð var reist, til dánardægurs 1989. Juhl varð heimsfrægur fyrir að hannafyrrnefndan sal sem hýstiAlþjóðlega gæsluverndarráðið á meðan það greiddi fyrir sjálfstæði nýlendna. Hann er talinn faðir danskrar hönnunar sem farið hefur sigurför um heiminn undanfarna áratugi.

Heimili Juhl við Kratvænget 15 í Ördrupgaard í næsta húsi við frægt listasafn, hefur verið opið almenningi síðan 2008. Þetta er L-laga 208 fermetra stórt hús þar sem sjá má ýmsa meistaralega hannaða hluti Juhls sjálfs auk listaverka sem hann valdi sjálfur gaumgæfilega.

4. JUHL 2

Gæsluvernndarráðið hætti störfum 1994 en salur þess hefur löngum hýst marga af mikilvægustu fundum Sameinuðu þjóðanna. Juhl hannaði salinn að innan en 400 þúsund ferðamenn skoða hann árlega.Salurinn endurspeglar smekk sjötta áratugarins en hann var hannaður 1950 til 1952. Breytingar voru þó gerðar 1964 og 1977 en nýlokið er að færa salinn aftur í fyrra horf í samræmi við upphaflegar teikningar. Kostnaður var um þrjár milljónir dollara og stóðu Sameinuðu þjóðirnar, danska ríkið og Raeldania sjóðurinn sameiginlega straum af kostnaði.