Tóbaksiðnaðurinn veldur stórkostlegum umhverfisspjöllum

0
573
Tóbakslausi dagurinn
Mynd: Matthew McQuarrie/Unsplash

 Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) telur að tóbaksiðnaðurinn valdi dauða 8 milljóna manna á ári hverju. Ræktun og vinnsla tóbaks valdi eyðingu 600 milljóna trjáa, 200 þúsund hektara lands, noti 22 milljarða vatns og losi 84 milljónir tonna af koltvísýringi í andrúmsloftið. WHO hvetur til þess að tóbaksframleiðendur séu gerðir ábyrgir fyrir afleiðingunum. Alþjóða tóbakslausi dagurinn er 31.maí. 

Tóbakslausi dagurinn
Mynd: Ray Reyers/Unsplash

Stærstur hluti tóbaks er ræktaður í lág- og meðaltekjuríkjum. Vatn og ræktanlegt land sem eru oft og tíðum af skornum skammti eru notuð til tóbaksræktunar í stað þess að framleiða matvæli sem brýn þörf er fyrir. Ekki nóg með að skaðlegt tóbak komi í stað matar, heldur er það gert á kostnað skóga sem ruddir eru til að rýma fyrir tóbakinu.

Í skýrslu WHO (Tobacco: Poisoning our planet) er kolefnisfótspor tóbaksiðnaðarins tíundað en það nemur fimmtungi losunar flugiðnaðarins í heiminum á hverju ári.

„Tóbaksvörur eru stór hluti af rusli í heiminum. Þær innihalda meir en 7 þúsund etiturefni sem leka út í umhverfið þegar þeim er fleygt. 4.5 trilljónir sígarettufiltera menga hafið, ár, gagnstéttir, almenningsgarða, jarðveg og strendur á ári hverju,“ segir dr. Rüdiger Krech sérfræðingur hjá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni.

Filterar menga

Jafnt sígaréttur sem rafrettur auka svo á plastmengun. Sígarettufilterar innihalda örplast og eru næst algengasta form plastmengunar í heiminum.

Hvað sem áróðri tóbaksframleiðenda líður, liggja engar sannanir fyrir því að filterer hafi heilsusamlega áhrif. WHO hvetur til þess að litið sé á sígarettufiltera sem einnota plast og tekið verði til skoðunar að banna sígarettufiltera til að vernda lýðheilsu og umhverfið.

Tóbakslausi dagurinn
Mynd: Ray Reyes/Unsplash

Kostnaður við að hreinsa tóbaksrusl er greiddur af skattgreiðendum í stað þess að tóbaksiðnaðurinn beri kostnað af þeim vanda sem framleiðslan veldur. Á hverju ári kostar þetta Kína andvirði 2.6 milljarðar Bandaríkajdala, og Indland 766 milljónir og Brasilíu og Þýskaland 200 milljónir, svo dæmi séu tekin.

Ríki á borð við Frakkland og Spán og San Fransisco-borg í Bandaríkjunum hafa gripð til aðgerða. Í samræmi við að það meginsjónarmið að sá sem mengar borgi kostnað hafa verið sett lög sem kveða á um ábyrgð framleiðenda, Það felur í sér að tóbaksiðnaðurinn beri ábyrgð á hreinsun þeirrar mengunar sem hann veldur.

WHO hvetur ríki og borgir til að fylgja þessu fordæmi. Þá leggur stofnunin til að tóbaksbændur verði styrktir til að skipta yfir í sjálfbæran landbúnað. Einnig að tóbakslöggjöf verði hert og henni fylgi umhverfisskattur, að því ógleymdu að fólki sem vill hætta að reykja sé veitt fullnægjandi þjónusta.

Nokkrar staðreyndir:

Tóbakslausi dagurinn
Mynd: Dimitri Bong
  • Tóbak drepur næstum helming notanda.
  • Tóbaksneysla verður rúmlega 8 milljónum manna að fjörtjóni á ári.
  • 7 milljónir dauðsfalla eru af völdum beinna reykinga, en 1.2 miljónir vegna óbeinna reykinga. 
  • Meir en 80% 1.3 milljarða tóbaksneytenda búa í lág- eða millitekjuríkjum
  • Árið 2020 notuðu 22.3% jarðarbúa tóbak. 36.7% allra karla og 7.8% kvenna.