Tóbaksiðnaðurinn læsir klóm sínum í unga fólkið

0
8
WHO gagnrýnir tóbaksiðnaðinn harðlega fyrir að stuðla að því að börn og unglingar ánetjist tóbaki.
WHO gagnrýnir tóbaksiðnaðinn harðlega fyrir að stuðla að því að börn og unglingar ánetjist tóbaki. Mynd: WHO.

Tóbakslausi dagurinn. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) og STOP hugveita um tóbaksiðnaðinn hafa gefið út skýrslu þar sem sýnt er fram á hvernig tóbaki og nikótíni er haldið að börnum og unglingum. Skýrslan er gefin út í aðdraganda Alþjóðlega tóbakslausa dagsins 31. maí.

Í henni er sýnt fram á hvernig tóbaks- og nikótíniðnaðurinn hanna vörur og beita markaðssetningu með því markmið að ungmenni ánetjist tóbaki. Þá notar iðnaðurinn klæki til að hafa áhrif á stefnumótun til að greiða fyrir ungt fólk festist í klóm tóbaksfíknar

Þema Alþjóðlega tóbakslausa dagsins er „Verndum börn fyrir klækjum tóbaksiðnaðarins.” Ætlunin er að gefa ungu fólk um allan heim vettvang á þessum degi til að skora á stjórnvöld að hlífa þeim við lævísri markaðssetningu tóbaksiðnaðarins.

Rafrettur eru mikið áhuyggjuefni, og sérstaklega bragðbætt tóbak.
Rafrettur eru mikið áhuyggjuefni, og sérstaklega bragðbætt tóbak. Mynd: Anton Malanin/Unsplash

20% 15 ára reykt

Í skýrslunni kemur fram að áætlað sé að 37 milljónir barna á aldrinum 13-15 ára noti tóbak. Í mörgum ríkjum er rafrettunotkun unglinga meiri en fullorðinna. Á Evrópusvæði Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar höfðu 20% 15 ára unglinga notað rafrettur undanfarna 30 daga.

Þótt mikill árangur hafi náðst í að draga úr tóbaksneyslu, hefur tilkoma rafrettna og annarra nýrra tóbaksvara sett strik í reikninginn. Rannsóknir sýna að notkun rafrettna eykur nærri þrefalt líkurnar á reykingum hefðbundinna sígarettna.

Ýmsar tegundir rafrettna.
Ýmsar tegundir rafrettna. Mynd: CDC/Unsplash

Sykurhúðað tóbak

„Sagan er að endurtaka sig, því tóbaksiðnaðurinn reynir að selja börnum okkar nikótín í nýjum umbúðum,” segir Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. „Þessi iðnaður einbeitir sér að skólum, börnum og ungu fólki með nýjum vörum, sem eru ekkert annað en sykurhúðaðar gildrur.”

Tóbaksiðnaðurinn hefur fitjað upp á nýjungum, sem höfða til ung fólks með því að bæta við sætuefnum og ávaxtabragði.

Rannsóknir í Bandaríkjunum benda til að meir en 70% af ungum rafrettuneytendum myndu hætta ef vörurnar fengjust aðeins með tóbaksbragði.

Raffrettureykingar geta leitt til hefðubundinna sígarettureykinga.
Raffrettureykingar geta leitt til hefðubundinna sígarettureykinga. Mynd: Amritanshu Sikdar/Usplash

Bönn og strangari reglur

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur stjórnvöld til að vernda unga fólkið með því að banna eða setja strangar reglur um tóbaks- og nikótínvörur. WHO mælir með því að almannarými innanhús verði alls staðar algjörlega reyklaus. Bragðbættar rafrettur verði bannaðar, sem og markaðssetning, auglýsingar og kynningar. Skattar verði hækkaðir. Vitund almennings á blekkingaraðferðum iðnaðarins verði aukin. Stutt verði við bakið á menntunar- og vitundarvakningu undir forystu ungs fólks.

Stór hluti myndi gefa rafrettur upp á bátinn ef bragðefni væru bönnuð.
Stór hluti myndi gefa rafrettur upp á bátinn ef bragðefni væru bönnuð. Mynd: Mathew Macquarrie/Unsplash

Árangur Norðurlanda viðurkenndur

Sex einstaklingar og almannasamtök hjóta verðlaun Alþjóðlega tóbakslausa dagsins að þessu sinni. Tveir Norðurlandabúar og ein samtök eru í þeim hópi.  Þau eru Charlotta Pisinger frá Danmörku, Mervi Hara frá Finnlandi og sænsku samtökin Reyklaus kynslóð og framkvæmdastjóri þeirra Helen Stjerna.