Þögli morðinginn sem drepur 7 milljónir á ári

0
491
air quality UN Photo Kibae Park

air quality UN Photo Kibae Park

21.október 2016. Hljóðlátur morðingi grandar sjö milljónum jarðarbúa á hverju ári : loftmengun.

air quality UN Photo Michos TzovarasBorgarmyndun, iðnvæðing, samgöngur og gerviefni hafa breytt loftinu sem við öndum að okkur í eitur. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur efnt til herferðar til að vekja almennings, yfirvalda og einkageirans á þeim hættum sem fylgja loftmengun. Herferðin ber heitið að Anda lífi en á meðal samstarfsaðila er norska stjórnin og Bandalag um hreint andrúmsloft (CCAC).

Í þessari herferð er bent á árangsríkar aðgerðir einstakra borga í heiminum við að draga úr loftmengun með því að greiða fyrir vistvænni samgöngum, draga úr mengun við orkunotkun og með skilvirkari nýtingu úrgangs.

Að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar býr 92% íbúa heimsins á stöðum þar sem gæði andrúmsloftsins eru BreatheLife infographic1 HR1ófullnægjandi miðað við alþjóðlega staðla og aðeins einn jarðarbúi af hverjum tíu nýtur hreins lofts. Af þeim 7 milljónum dauðsfalla sem rekja má til sjúkdóma sem tengjast menguðu lofti, eru 4.3 milljónir vegna mengunar innan dyra en 3.7 milljónir utan.

Loftið hefur skánað verulega undanfarna áratugi í Evrópu en enn má þó rekja 600 þúsund dauðsföll á ári – nærri tvöfaldan fjölda Íslendinga – til loftmengunar. Þá er loftmengun talin kosta 1.600 milljónir Bandaríkjadala á ári.

Sem dæmi má nefna að í Frakklandi er talið að 9% dauðsfalla megi rekja til loftmengunar eða 48 þúsund manns á ári. Þetta er þriðja algengasta dauðaorsökin á eftir áfengi og tóbaki.

Helsta markmið herferðarinnar er því að draga úr tíðni dauðsfalla sem tengjast loftmengun um helming þangað til 2030. Það er einmitt árið sem á að vera búið að ná markmiðunum í Áætlun 2030 um sjálfstæða þróun, eða svokölluðum Heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun.

Nánari upplýsingar : http://breathelife2030.org/

Myndir: Kibae Park og Michos Tzovaras/UN Photo