Tökum undir kröfuna um frið í Sýrlandi, strax!

0
409
Syria

Syria

21.janúar 2016. 120 hjálparsamtök og Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið út ákall til ríkisstjórna og almennings í heiminum um að láta rödd sína heyrast og taka undir kröfuna um að bundinn verði endi á blóðbaðið í Sýrlandi.

„Nú meir en nokkru sinni fyrr er það brýnt að það heyrist samhljóma krafa um að þessum hryllingi ljúki. Þessi átök og afleiðingar þeirra snerta okkur öll,” segir í ákallinu.

Undir ákallið skrifa oddvitar helstu mannúðarstofnana Sameinuðu þjóðanna, ýmissa mikilvægustu hjálpar- og mannúðarsamtaka heims og landsnefnda UNICEF, þar á meðal Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.

Ákallið er birt um allan heim í dag nú þegar nær sex ár eru liðin frá því borgarastríð braust út í Sýrlandi. 4.6 milljónir hafa flúið land og 13.5 milljónir Sýrlendinga þurfa á mannúðaraðstoð að halda í sínu eigin landi.

„Þetta eru ekki bara tölur á blaði. Þetta eru þrettán og half milljón einstaklingar og lífi þeirra allra og framtíð hefur verið stefnt í voða.”

Samtökin 120 hvetja til þess að bundinn verði endi á átökin hið bráðasta en þangað til diplómatísk lausn finnst, krefjast þau eftirfarandi aðgerða:

  • Hjálparsamtökum verði gert kleift að koma brýnni aðstoð til allra innan landamæra Sýrlands.
  • Komið verði án nokkura skilyrða á vopnahléum til þess að hægt sé að koma mat og annari aðstoð til nauðstaddra óbreyttra borgara, ráðrúm gefist til bólusetninga og öðrum heilbrigðisaðgerðum og börnum leyft að snúa aftur í skóla. 
  • Hætt verði árásum á borgaraleg mannverki í því skyni að skólar, sjúkrahús og vatnsbirgðir, séu örugg. 
  • Ferðafrelsi allra óbreyttra borgara verði tryggt og herkví verði hvarvetna aflétt.

“Í nafni okkar sameiginlega mannkynsins og í þágu milljóna saklausra einstaklinga sem nú þegar hafa þurft að líða svo miklar þjáningar, og í þágu enn fleiri milljóna sem gætu orðið næstu fórnarlömb, krefjumst við aðgerða nú þegar. Strax.”

Þið getið lagt þessum málstað lið með því að deila þessari frétt á facebook og twitter og nota þetta myllumerki: 

#SyriaCrisis

Hér er hægt að sjá fimm ára stríðið í Sýrlandi á 60 sekúndum.