Þokast nær upphafi endaloka alnæmis

0
421
Allsherjaringaids

Leiðtogafundur Sameinuðu þjóðanna í New York samþykkti í lok þriggja daga fundasetu, föstudaginn 10. júní metnaðarfull markmið til að vinna bug á alnæmi. Faraldurinn hefur kostað þrjátíu milljónir mannslífa frá því alnæmi skaut upp kollinum fyrir þrjátíu árum.

AllsherjaringaidsÍ ályktuninni sem samþykkt var af aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna á Allsherjarþinginu er stefnt að því að fækka um helming HIV smita í kynlífi frá og með 2015, minnka um fimmtíu prósent smitun HIV á milli sprautufíkla og tryggja að ekkert barn fæðist með HIV frá sama tíma.

Þá er stefnt að því fyrir 2015 að aðgangur að alnæmislyfjameðferð verði almennur, fimmtán milljónir manna komist í meðferð sem geti bjargað lífi þeirra og að fækkað verði um helming HIV smituðu fólki sem deyr úr berklum.

Þrjátíu þjóðhöfðingjar og oddvitar ríkisstjórna sóttu fund Allsherjarþingsins um alnæmi, en auk þeirra, tóku margir hátt settir stjórnmálamenn, embættismenn, fulltrúar alþjóðlegra stofnana, almannasamtaka og HIV-smitaðra þingið og tóku þátt í stefnumótuninni í baráttunni við Alnæmisfaraldurinn.

“Sú bylgja sem er að komast af stað hér, staðfestir lyklhlutverk Sameinuðu þjóðanna í baráttunni við Alnæmi,” segir Paul De Lay, varaforstjóri UNAIDS. “Hlutverk þessa fundar var að færa okkur nær upphafi endaloka Alnæmis.”  

Einn þeirra atburða á þinginu í síðustu viku sem De Lay telur marka tímamót er ný heimsáætlun um að uppræta HIV sýkingar í börnum en nú sýkjast 370 þúsund börn á hverju ári.  Hin tímamótaákvörðunin var samþykkt Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að fela friðargæsluliðum hlutverk í alnæmisbaráttunni, þar á meðal að vernda konur á átakasvæðum gegn ofbeldi.

“Þessi metnaðarfullu nýju markmið sem veraldarleiðtogar hafa komið að, munu hraða átaka okkar sem miðar að því að draga úr útbreiðslu HIV, sagði Joseph Deiss, forseti Allsherjarþingsins. “Nú er áskorunin sú að hrinda þessum skuldbindingum í framkvæmd og í því reiðum við okkur á skelegga forystu og gagnkvæm reikningsskil.”