Þórdís vinnur í kosningu almennings

0
539

 

publci cote winner support a better world-rgb

30.ágúst 2013. Þórdís Claessen, grafískur hönnuður sigraði í kosningu almennings í auglýsingasamkeppni Sameinuðu þjóðanna.


 Keppt var um bestu auglýsinguna til að vekja til vitundar um sóun matvæla. Auglýsing Þórdísar ber heitið Support a better world. Hún er í hópi fimmtán auglýsinga um málefnið sem valdar voru úrslit og verða þær sýndar í mörgum Evrópuríkjum en keppnin náði til Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og nágrannahéraða Rússlands. Um tvö hundruð auglýsingar bárust í keppnina en um fimmtíu þúsund hafa heimsótt vefsíðu keppninnar. 

Dómnefnd mun nú velja hver hinna fimmtán efstu hreppir fyrstu verðlaunin, verðlaun Norrænu ráðherranefndarinnar og fimm þúsund evru peningaverðlaun. Samkeppnin er samstarfsverkefni UNRIC, Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Vestur-Evrópu í Brussel og Norrænu ráðherranefndarinnar. Fyrstu verðlaunin verða tilkynnt á hátíð Stop spild af mad sem  tileinkuð er baráttunni gegn sóun matvæla á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn 4. október næstkomandi en þar verða auglýsingarnar jafnframt til sýnis. Þær má sjá hér: http://unric.smugmug.com/Other/Think-Eat-Save-Nordic