Trans-fólk: Að lifa í sátt við sitt sanna sjálf

0
492

Trans-fólk á á hættu að verða fyrir mismunun, harðræði og ofbeli. En það eru mannréttindi að lifa lifinu í sátt  við sitt  sanna sjálf. 31.mars er haldinn Alþjóðlegur dagur sýnileika transfólks.

Að vera trans eða transgender er þegar einstaklingur samsamar sig ekki því kyni sem hann/hún/hán fæðist í. Einstaklingurinn upplifir sig af öðru kyni en líffræðin segir til um, til að mynda getur einstaklingurinn verið kona en með karlkyns líffæri og hormóna segir á vefsíðunni Áttavitanum. 

Trans-fólk verður víða fyrir mismunun og sums staðar á það á hættu að vera handtekið. Meiri hætta er á því að trans-unglingar reyni að svipta sig lífi en aðrir unglingar. 

Kyn-staðalímyndir sérstaklega gagnvart  LGBTQI fólki geta leitt til smánunar og mismununar. Þetta er enn meira áberandi hjá börnum því samfélagið þrýstir á um að þau samræmist því kyni sem þeim er úthlutað við fæðingu.  

Dagur sýnileika tranfólks snýst um að vekja fólk til vitundar um hvað það þýðir að vera trans og jákvæðar hlutar trans-samfélagsins og framlag þess til samfélagsins.

UN AIDS, Alnæmisstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur látið gera stuttmyndina ”Spegill” til að rjúfa um kyn-fjölbreytni hjá börnum.