Þriðja hver kona hefur engan aðgang að salerni

0
450

 Flickr Gates Foundation 2.0 Generic CC BY-NC-ND 2.0

19.nóvember 2014 . 1 miljarður manna í heiminum hefur engan annan kost en að hafa hægðir undir berum himni.

2.5 milljarðar manna búa við algjörlega ófullnægjandi heinlætis- og salernisaðstöðu. Afleiðingarnar eru mjög alvarlegar á heilsu fólks og koma hart niður á konum og stúlkum.

Þema  Alþjóða salernisdagsins sem haldinn er í dag er “Jafnrétti, reisn og tengslin á milli kynferðislegs ofbeldis og salernisaðstöðu.”

wtd3

Ein af hverjum þremur konum í heiminum hefur ekki neinn aðgang að öruggu salerni. Jafnrétti kynjanna, salernis- og hreinlætisaðstaða tvinnast saman því þessu fylgja ofbeldi, sýkingar og 

skömm.

Jan Eliasson,varaframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur verið í fararbroddi við að vekja athygli á því hversu alvarlegt mál salernisskortur er í heiminum.

Eliasson segir að það þurfi pólitískan vilja á æðstu stöðum til að takast á við þetta vandamál.

Ef við viljum binda enda á að fólk þurfi að hafa hægðir undir berum himni, nægir ekki að fjárfesta í steypu. Hér þarf að koma til aukinn skilningur á framkomu, menningarlegum viðhorfum og félagslegu athæfi.” 

Hann bendir á að skortur á aðgangi að salernisaðstöðu komi harðast niður á konum.

Stúlkur eru líklegri til að hætta í skóla ef þær hafa ekki aðgang að hreinu og öruggu salerni. Konur og stúlkur eiga á hættu kynferðislega áreitni og jafnvel ofbeldi þegar þær reyna að nota almenningssalerni eða ganga örna sinna undirtoiletgirls berum himni. Almennur aðgangur að salerni og hreinlæti er mikilvægur þáttur í að verja öryggi og reisn kvenna og stuðla að jafnrétti kynjanna,” segir Eliasson.

Konur í mörgum þróunarlöndum neyðast til að halda í sér heilu dagana vegna skorts á salernum. Þetta grefur undan möguleikum þeirra á að stunda atvinnu, læra og njóta lífsins. Margar konur reyna að forðast að drekka vökva yfir daginn, til þess að þurfa ekki að fara á salerni. Þetta hefur slæmar heilsufarslegar afleiðingar, svo sem ofþurrkun og krónískri hægðateppu.

Og eftir að hafa beðið allan daginn, eiga þær loks á hættu á að sæta árás eða nauðgun, vegna þess að þær hafa ekki aðgang að öruggu salerni. Eins ótrúlegt og það kann að hljóma þá eiga konur í þróunarlöndum einnig á hættu að verða fyrir árásum rándýra og snákabiti þegar þær ganga örna sinna í myrkri undir berum himni. 

Konur hafa að auki meiri þörf fyrir hreinlætisaðstöðu og er hættara við en körlum við smiti af völdum óhreinlætis.

Tenglar frá UNRIC á íslensku:

Aðgangur að salerni eflir réttindi kvenna  

Salerni, klósett, kló 

Til höfuðs bannhelgi

Tenglar frá UNRIC á ensku:  

Use the loo, says Mr. Poo

In order to clean up, we’ll have to talk dirty

Toilets and poo remain taboo 

A straight flush for the future 

Deadly serious facts behind World Toilet Day 

Washroom, restroom, lavatory, loo… 

6 billions have GSM – 2,5 billion no toilet 

MDGs: Sanitation lagging behind 

UN Deputy Secretary-General Eliasson calls for ‘taboo’ on sanitation to be broken

 Annað áhugavert efni:  

The Guardian: „Lack of toilets puts India’s health and rural women’s safety at risk“ 

The Telegraph: „Toilet: hygienic sanitation should be for everyone“ 

UN Water – World Toilet Day

 

 

Ljósmynd: Flickr_Gates_Foundation_2.0_Generic_CC_BY-NC-ND_2.0 (1)