Þrjú Norðurlandanna kosin í stjórn UN Women

0
409
alt

Danmörk, Noregur og Svíþjóð hafa öll verið kosin í fyrstu framkvæmdastjórn UN Women, hinnar nýju stofnunar Sameinuðu þjóðanna á sviði jafnréttis og valdeflingar kvenna. alt

Efnahags- og félagsmálaráð stofnunarinnar kaus fjörutíu og eitt ríki í stjórnina en formlega tekur UN Women til starfa 1. janúar 2011. Danmörk og Svíþjóð voru kosin í hópi fimm fulltrúa Vestur-Evrópuríkja en Noregur sem eitt af sex helstu kostunarlöndum sem setjast í stjórnina.

Michelle Bachelet, fyrrverandi forseti Síle hefur verið skipuð forstjóri UN Women. Stofnunin tekur við verkefnum UNIFEM og þriggja annara stofnana sem unnið hafa á þessu sviðið á vegum Sameinuðu þjóðanna. 
Framlög til UN Women verða að minnsta kosti fimm hundruð milljónir Bandaríkjadala á ári sem er tvöföld sú upphæð sem rann til stofnananna fjögurra sem hún leysir af hólmi.