Þróunaraðstoð á tímum kreppunnar

0
428

help

29. nóvember 2013. Kastljósinu er beint að stöðu þróunarmála á Norðurlöndum í nýjasta vefriti UNRIC sem var að koma út.

Tekin er staða á umræðum sem eru að hefjast um ný alþjóðleg þróunarmarkmið sem búist er við að hafi sjálfbærni að leiðarljósi. Þau eiga að taka við af Þúsaldarmarkmiðunum um þróun sem renna út 2015. Þrátt fyrir kreppuna hafa norrænu ríkin haldið fast í rausnarleg framlög til þróunar og sum jafnvel bætt í. Almenningur styður framlögin þótt hann haldi að ástandið sé verra en það er. Við ræðum líka við Camillu Brückner,forstjóra UNDP á Norðurlöndum og loks lítum við á hvernig alþjóðastofnanir færa sér samskiptamiðla í nyt. Vefritið má finna hér.