Þróunarmarkmið tryggi aðgang að vatni og salerni

0
441

biodiversewater

1. nóvember 2013. Tryggja verður að ný alþjóðleg þróunarmarkmið taki til grundvallarþjónustu á borð við aðgang að hreinu vatni og hreinlæti. Þetta er kjarninn í sameiginlegri yfirlýsingu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), Flóttamannahjálp samtakanna, félagsskaparins Friends of Water og Erindreka Sameinuðu þjóðanna til stuðnings þeim mannréttindum að hafa aðgang að hreinu vatni og salernisaðstöðu. Yfirlýsingin var gefin út í tilefni af pallborðsumræðum um hvernig vinna megi bug á ójafnrétti í þróunaráætlunum sem taka við eftir 2015 í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna á vegum fastanefndar Finnlands hjá Sameinuðu þjóðunum og skrifstofu erindrekans. 
”Í dag slæst ég í lið með þeim sem kalla eftir því að tekist verði á við ójafnrétti í þróunarmarkmiðunum eftir 2015. Okkur ber að skilgreina hvaða kerfisbundnu og margslungnu atriði það eru sem valda því að þeir sem höllustum fæti standa eru settir til hliðar. Með þessu stuðluðum við að því að allir geti búið við reisn í lífi sínu,“ sagði Jan Eliasson, varaframvkæmdastóri Sameinuðu þjóðanna í umræðunum.

Hann benti á að þótt þeim lið í Þúsaldarmarkmiðunum um þróun sem lýtur að því að bæta aðgang að drykkjarvatni hafi verið náð, þá hafi 768 milljónir manna ekki aðgang að öruggu drykkjarvatni. Þá hafi milljarður manna saurlát undir berum himni vegna skorts á salernum.

”Hina fátæku skortir ekki aðeins aðgang að hreinu vatni, heldur þurfa þeir að borga meira en aðrir fyrir þann takmarkaða aðgang sem þeir hafa,“ benti hann á. „Í mörgum þróunarríkja er íbúum fátækrahverfa gert að greiða allt að tíu sinnum meira fyrir vatn en íbúum borga á borð við New York eða Lundúnir.“

Aðgangur að hreinu vatni og salerni er sérstaklega mikilvægur fyrir konur. Víða þurfa þær að standa í löngum biðröðum til að komast á almenningssalerni og hættan á kynferðilegri áreitni eykst ef þær þurfa að leita að afviknum stöðum til að sinna þörfum sínum.