Tsjérnóbíl er áminning

0
474
Framkvæmdastjórinn hringir friðarbjöllunni við höfuðstöðvar SÞ til minningar um fórnarlömb Tsjérnóbíl. SÞ-mynd: Mark Garten

Sameinuðu þjóðirnar minntust 25 ára afmælis Tsjeróbíl-slyssins 26. apríl með því að heiðra minningu fórnarlamba mesta kjarnorkuslyss sögunnar og ítreka nauðsyn þess að hjálpa þeim samfélögum sem verst urðu útí í Hvíta Rússlandi, Rússlandi og Úkraínu.

Framkvæmdastjórinn hringir friðarbjöllunni við höfuðstöðvar SÞ til minningar um fórnarlömb Tsjérnóbíl. SÞ-mynd: Mark GartenAlls urðu sex milljónir manna fyrir barðinu á afleiðngum kjarnorkuslyssins og meir en 300 þúsund manns flúðu heimili sín. Slysið sem varð í kjarnorkuverinu í Tsjérnóbíl 26. apríl 1986 mengaði svæði á stærð við hálfa Ítalíu. 

Framkvæmdastjórinn hringir friðarbjöllu til minningar um fórnarlömb Tsjérnóbíl við athöfn í New York í gær. Bjallan er gjöf frá Japan til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki. SÞ-mynd: Mark Garten.  

“Á afmæli Tsjérnóbíl-slyssins er bæði ástæða til að staldra við mannfallið af völdum slyssins og beina sjónum að þeim vandamálum sem enn er við að glíma,” sagði Ambassador Maria Rubiales de Chamorro frá Nikaragúa, starfandi forseti Allsherþings Sameinuðu þjóðanna á sérstökum minningarfundi þingsins.
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði í ávarpi á miningarfundinum að í kjölfar kjarnorkuslyssins í Tsjérnóbíl hefði geislaský herjað á Evrópu en þess væri einnig vert að minnast að fólk hvarvetna í heiminum hafi tekið höndum saman.

“Slysið í Tsjérnóbíl og nú síðast slysið í Fukushima er okkur áminning um að víkka sjóndeildarhringinn,” skrifaði Ban í grein sem birtist í International Herald Tribune og New York Times. “Héðan í frá verðum við að taka kjarnorkuöryggi jafn alvarlega og kjarnorkuvopn.”

Ban Ki-moon heimsótti Tsjérnóbíl í síðustu viku og skrifaði: “Eitt er að lesa um Tsjérnóbíl – annað að sjá aðstæður með eigin augum. Heimsóknin snerti mig djúpt og minningin mun lifa með mér…Að mínu áliti er tími til kominn að ræða þessi mál á heimsvísu. Margir telja kjarnorku hreinan orkugjafa og sjálfsagðan valkost á tímum sívaxandi orkuskorts. En reynslan knýr okkur til að spyrja: höfum við lagt rétt mat á áhættuna og kostnaðinn? Höfum við gert allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja öryggi íbúa jarðar?”

Framkvæmdastjórinn mun boða til fundar háttsettra fulltrúa um alþjóðleg kjarnorkuöryggi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York í september næstkomandi.