Þú skalt ekki hatur boða!

0
519

Spread No Hate main pic Photo Stefan Rüegger SAJV Flickr 2.0 Generic CC BY ND 2.0

Apríl 2016. Finnska blaðakonan Jessikka Aro hefur mátt þola hatursfullar árásir frá því hún beindi spjótum sínum að nettröllum sem fylgja Kremlverjum að málum.

Í september 2014 skrifaði hún fréttasyrpu um netvíkinga sem tala máli Rússa á samfélagsmiðlum og reyna að hafa áhrif á finnskan almenning. Leitaði hún til lesenda um dæmi af slíkri starfsemi. Í kjölfarið varð Aro fórnarlamb alþjóðlegrar rógsherferðar

Hatursáróðri um hana var komið á framfæri við finnska embættismenn og meira að segja sjálfan Finnlandsforseta. Fjölmargir, oft og tíðum nafnleysingjar, áreittu hana í tölvupósti, símleiðis og á samskiptamiðlum.

Aro er ekki sú eina. Rannsókn Aina Landsverk Hagen á högum norskra blaðamanna leiddi í ljós að blaðakonum á aldrinum 25-34 er tvisvar sinnum hættar en starfsbræðrum þeirra að verða fyrir stöðugu áreiti af þessu tagi.

Kynbundin hatursorðræða er skref aftur á bak í jafnréttisbaráttunni og sérstök ógn við konur í opinberri umræðu. Norrænir ráðherrar hafa tekið höndum saman gegn hatursorðræðu.

Norðurlönd sameinast

Norrænu jafnréttisráðherrarnir hafa ákveðið að svara sívaxandi kynjafordómum og hatursorðræðu á netinu af meiri hörku. Í þessu skyni efndu þeir til pallborðsumræðu sérfræðinga þegar Nefnd Sameinuðu þjóðanna um stöðu kvenna (CSW) kom saman til árlegs fundar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í loka mars

Spread No Hate small pic Emma Holten Photo Norden.org Neel Menthe Bruun“Fighting sexism and hate speech” var yfirskrift líflegrar pallborðsumræðu um jafnrétti, karlrembu og hatursáróður á netinu. Danska baráttu- og blaðakonan Emma Holten sagði: ef við höfum ekki réttindi á netinu, höfum við alls engin réttindi.” Holten sem sjálf varð fyrir barðinu á birtingu persónulegra mynda gegn vilja sínum, sagði að “net-ofbeldi hefur augljós og raunveruleg áhrif á geðheilsuna og möguleika manns í lífinu.”

Hvað er hatursfull orðræða?

Ekki er einhugur um skilgreiningu hatursfullrar orðræðu. Í staðbundinni og alþjóðlegri lagasetningu er vísað til hatursorðræðu sem hvatningar til þess að valda einhverjum tjóni (mismunun, fjandskap, ofbeldi) sem tilheyrir tilteknum hópi. Þetta getur falið í sér, en takmarkast þó ekki við, orðræðu sem réttlætir, hótar eða hvetur til ofbeldisverka.

Hér eins og svo oft áður vega salt tjáningarfrelsi og vernd einstaklinga. UNESCO, er sú stofnun Sameinuðu þjóðanna sem hefur umboð til þess að fjalla um tjáningar-, fjölmiðla og upplýsingafrelsi. UNESCO vinnur hörðum höndum að því að efla þekking og skilning manna á milli á vettvangi fjölmðilunar, þar á meðal á netinu en þó einkum og sér í lagi á samskiptamiðlum. UNESCO hefur gefið út rit um haturssáróður sem nefnist: Andspyrna gegn hatursáróðri á netinu“ ( “Countering Online Hate Speech”). 

Hatursáróður og tjáningarfrelsi

Oftast er vitnað til Alþjóðasáttmálans um borgaraleg og pólitísk réttindi  í umræðunni um hatursáróður og lagasetninga um hann, þó orðið komi þar ekki fyrir. Í nítjándu grein er fjallað um rétt til tjáningarfrelsis. Í tuttugustu greininni segir hins vegar: Allur málflutningur til stuðnings haturs af þjóðernis-, kynþáttar- eða trúarbragðalegum toga spunnið sem felur í sér hvatningu um mismunun, fjandskap eða ofbeldi skal bannaður með lögum.”

Tjáningarfrelsi, eins og öllum öðrum réttindum, fylgir mikil ábyrgð og það takmarkast af öðrum réttindum. Rök hafa verið færðfyrir því að bann við hatursáróðri skerði ekki tjáningarfrelsi. Í alþjóðlegum mannréttindalögum eru þannig ákvæði sem leggja bann við hatursfullri orðræðu í því skyni að vernda mannréttindi. Er þá gengið út frá því að enginn geti tekið réttindi frá öðrum og því hafi enginn frelsi til þess að skerða frelsi annara.

Áhugaverðir tenglar:

Evrópuráðið og herferð gegn hatursáróðri
Bandalag siðmenninga og hatursáróður í fjölmiðlum #SpreadNoHate
UNESCO: “Andspyrna gegn hatursáróðri á netinu”