Tveggja manna maki

0
510
Anne i Haiti MAIN

Anne i Haiti MAIN

24. apríl 2016. Anne Poulsen var blaðamaður í Danmörku þegar hún söðlaði um og hóf störf fyrir Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP). Hún er nú yfirmaður skrifstofu WFP í Kaupmannahöfn og er Norðurlandabúi fréttabréfsins að þessu sinni.

Hvernig stóð á því að þú hófst störf fyrir Sameinuðu þjóðirnar?

„Ég hafði starfað sem fréttamaður erlendis þegar mig fór að langa til að vinna fyrir mannúðarsamtök. Mig langaði til að stuðla að raunhæfum breytingum. Ég skráði mig á viðbragðslista dönsku Flóttamannahjálparinnar, var boðuð í viðtal og daginn eftir var ég spurð hvort ég væri reiðubúin að fara til Haítí til að starfa fyrir Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) sem „reports officer”. Ég hafði aldrei komið til Haítí, vissi lítið um WFP og alls ekki hvað „reports officer” var. Ég hélt að þetta væri eitthvað skylt mínu starfi sem gat útlagst á ensku sem „reporter” og því væri þetta ekki svo mikil breyting. Þetta fól í sér að skrifa vikulegar yfirlitsskýrslur ásamt ýmsu öðru. Ekki það mest æsandi sem hægt er að hugsa sér. Hins vegar vildi svo til að upplýsingafulltrúinn var á förum og það starf var meira í takt við það sem ég kunni og vildi gera. Ég talaði við yfirmanninn og sagðist vilja taka að mér upplýsingastarfið í ofan á lag. Það væri lélegur yfirmaður sem myndi ekki þiggja að einn starfsmaður ynni störf tveggja! Þegar ég hafði unnið tvöfalt starf í þrjá mánuði herjaði hitabeltisstormurinn Gonaives á norðurhluta Haítí og WFP varð að grípa til neyðarráðstafana. Þá varð ég að helga mig upplýsingastarfinu og hef gert það síðan.”

Anne med ged i Haiti SMALLEr eitthvað sérstakt norrænt eða danskt sem þú hefur fram að færa í starfi?

„Við Danir höfum yfirleitt mjög afslappaða afstöðu til goggunarraðar og það er mikill kostur í þessu kerfi sem getur virkað töluvert stirt og ósveigjanlegt. Þá á ég almennt við Sameinuðu þjóða-kerfið frekar en WFP sérstaklega. Og ég er líka svo heppin að hafa fæðst í Danmörku þar sem allir hafa aðgang að heilbrigðiskerfi, skóla og mennun og félagslegu öryggisneti sem sér um þá sem glíma við sjúkdóma, standa höllum fæti eða eru komnir á efri ár. Það eru dönsk gildi að allir eigi að hafa möguleika á að lifa í reisn og það eru líka hugsun sem einkennir starf WFP. Svo dæmi sé tekið, að stúlkur og drengir, konur og karlar skuli hafa aðgang að réttri næringu til að þess að allir hafi möguleika á að lifa heilbrigðu og virku lífi. Hvort heldur sem er með starfi okkar við að útvega rétta fæðu fyrir ófrískar konur og konur með barn á brjósti, viðleitni til að sjá skólabörnum fyrir mat eða starfi við að efla mótstöðuafl smábænda gegn loftslagsbreytingum. ”

Í hverju felst starf þitt nákvæmlega?

„Samskipti og upplýsingamiðlun er mikilvægasta hlutverk Norðurlandaskrifstofu WFP í Kaupmannahöfn. Við notum allar þær aðferðir sem við getum til þess að efla vitneskju fólks um samtökin og norræna samstarfsaðila okkar og lykilhlutverk okkar í að berjast gegn hungri og vannæringu í heiminum. Við notum twitter, Facebook og skrifum greinar á norrænar vefsíður okkar. Við tölum við blaðamenn og skrifum greinar í blöð. Við kynnum starf okkar og segjum öllum sem heyra vilja frá okkur. Við tökum þátt í alls kyns herferðum bæði á vegum WFP og Sameinuðu þjóðanna og má nefna átakið um Heimsins bestu fréttir.  Við tökum þátt í menningarnótt og norrænum fundum. Við vinnum líka náið með öðrum stofnunum Sameinuðu þjóðanna enda erum við staðsett í svokallaðri Sameinuðu þjóða borg (FNY byen/UN City) hér í Kaupmannahöfn og auðvitað þarf að samhæfa starf þeirra allra. Það hljómar kannski eins og klisja, en engri tveir dagar eru eins. Og ég elska starfið. Ekkert hefur meiri þýðingu fyrir mér og ég er svo heppin að hafa bestu starfsfélaga í heimi.”

Þú hefur unnið fyri WFP á tveimur mjög ólíkum stöðum Haítí og Kaupmannahöfn. Hvað hefur þesi reynsla kennt þér?

„Bæði störf hafa verið ótrúlega lærdómsrík. Og jafnvel eftir 12 ára starf hjá WFP er ég nánast alltaf að læra eitthvað nýtt á hverjum degi. Ég er hæstánægð með að hafa byrjað störf á vettvangi hjá WFP. Það er á vettvangi sem maður kynnist starfi WFP best og skilur hvaða þýðingu starfið hefur fyrir fólkið sem við störfum fyrir og vinnum með. Sem talsmaður WFP á Norðurlöndum eru ár mín á Haítí ómetanleg. Því miður hef ég haft frekar fá tækifæri til að vera á vettvangi eftir að ég flutti til Kaupmannahafnar, en ég gríp þau tækifæri sem gefast. Því það er með því að kynnast smábændum í Burkina Faso af eigin raun og flóttamönnum frá Sýrlandi í Zaatari Jórdaníu, sem maður skilur umfang og mikilvægi starfs okkar.

Hvað hefur verið stærsta áskorunin hingað til ?

„Stærsta áskorunin á Haítí var að segja söguna um neyð og þjáningar, á þann hátt sem hæfir Haítíbúum. Frásagnir af Haítíbúum voru býsna einsleitar og fjölluðu um tvö hundruð ára blóðugar uppreisnir og spillingu, fátækasta ríki heimshlutans og báta-flóttamenn. Þetta er vissulega hluti af heildarmyndinni en ekki sagan öll. Mikilvægt er að gleyma ekki sterkri og stoltri þjóð, sem hefur risið upp aftur og aftur,eftir valdarán, þurrka, flóð, fellibylji og jarðskjálfta. Haítí er vissulega fátækt ríki í efnahagslegum skilningi en býr yfir miklum auð í listum, menningu, tónlist og sögu.”

(Birtist fyrst í Norrænu fréttabréfi UNRIC, apríl 2016)