Tyrkland/Sýrland: 7 milljarðar evra söfnuðust

0
179
Tyrkland Sýrland
Mynd: ESB

Jarðskjálftar.Tyrkland.Sýrland. „Dagurinn í dag er góður dagur fyrir alþjóðlega samstöðu. 7 milljarðar evra hafa safnast í þágu íbúa Tyrklands og Sýrlands í kjölfar jarðskjálftanna hrikalegu,“ sagði Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Svíar voru, ásamt framkvæmdastjórn ESB í forsvari fyrri fjáröflunarráðstefnu vegna jarðskjálftanna í Brussel í gær.

„Meir en helmingur fjárins sem safnaðist kom frá Team Europe. Við höfum sýnt umheiminum að við styðjum þá sem þurfa á því að halda. Og við styðjum alltaf við bakið á samstarfsfólki okkar,“ sagði von der Leyen.

 Rúmlega sex milljarðar styrkja og lána eru eyrnamerktir Tyrkjum og tæplega milljarður Sýrlendingum.

Von der Leyen tilkynnti um rúmlega milljarðs evra stuðning frá ESB til Tyrklands og rúmlega 100 milljóna til Sýrlands.

Ulf Kristersson forsætisráðherra Svía sagði að land hans myndi láta 45 milljónir evra af hendi rakna.  Finnar veita 12 milljóna evru styrk, Norðmenn sögðu frá 9 milljóna Evru framlagi og Danir 6 milljónir evra. Ísland tilkynnti ekki um ný framlög, að sögn upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins.

6.febrúar varð jarðskálfti sem mældist 7.8 á Richter-kvarða í suðausturhluta Tyrklands og norðurhluta Sýrlands. Annar skjálfti upp á 7.5 á Richter varð seinna sama dag. Nú er talið að 49 þúsund manns hafi lástist og 230 þúsund byggingar skemmst eða eyðilagst í jarðskjálftunum.